Þétt dagskrá ráðherra á Austurlandi á morgun

althingi_roskva.jpg

Reglubundinn fundur ríkisstjórnarinnar verður haldinn á Egilsstöðum á morgun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar nýta ferðalagið í fleiri fundi og hitta bæði sveitarstjórnarfólk og almenning.

 

Lesa meira

Karl Steinar: Tilgangur okkar var ekki að hræða ykkur

karl_steinar_valsson_web.jpg
Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að vélhjólagengi munu reyna að koma sér fyrir á Austurlandi með því að auka framboð á fíkniefnum. Forvarnir gegn þeim séu mikilvæg í baráttunni gegn gengjunum. Hann leggur áherslu á að gengin hafi ekki komið sér þar fyrir enn og hægt eigi að vera að koma í veg fyrir það.

Lesa meira

SparNor: Bankasýslan knúði fram nær tvöfaldun á launum stjórnar

sparisjodur_norrdfjardar.jpg
Bankasýsla ríkisins átti frumkvæði að því að laun stjórnarmanna í Sparisjóði Norðfjarðar verða nær tvöfölduð á nýju starfsári. Formaður stjórnarinnar segir vinnuálag stjórnarmanna hafa aukist verulega og ekki sjái fram úr því. Þá hafi launin almennt verið lægri en hjá öðrum sparisjóðum. Fulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja hækkunina úr takti við hagræðingaraðgerðir.

Lesa meira

AFL: Yfirstéttin berst fyrir að endurheimta fyrri lífsstíl og senda launafólki reikninginn

afl.gif

Almennt launafólk gæti á næstu misserum þurft að borga niðurfellingu skulda hinna tekjuhærri. Inn á þær brautir virðist umræðan ætla ári fyrir kosningar. Þeir sem misstu fyrri stöðu í hruninu berjast fyrir að ná aftur fyrri lífsstíl. Enn sé þó eftir að leiðrétta hlut þeirra sem fengu þyngsta skellinn og misstu vinnuna.

 

Lesa meira

Ríkisstjórnin fundar á Austurlandi í tilefni stofnunar austfirskra stoðstofnana

althingi_roskva.jpg
Ríkisstjórn Íslands fundar á Egilsstöðum á þriðjudag, sama dag og haldinn verður stofnfundur sameinaðrar stoðstofnunar á Austurlandi á Reyðarfirði. Á stofnfundinum mun ríkisstjórnin undirrita viðaukasamninga vegna sameiningar stoðstofnana og samning um framlag ríkisins til sameinaðar stoðstofnunar.

Lesa meira

Andlát: Sigurður Óskar Pálsson

sigurdur_oskar_palsson.jpg
Sigurður Óskar Pálsson, fyrrverandi kennari og skólastjóri á Borgarfirði eystri og Eiðum andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð þann 26. apríl.
 

Lesa meira

Óskar Borg: Alcoa einokar ekki flugsætin heldur fjölgar þeim

oskar_borg_flugmal_web.jpgÓskar Borg, innkaupastjóri Alcoa Fjarðaáls, segir skipta töluvert miklu fyrir fyrirtækið að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram á sínum stað. Hann segir samninga Alcoa við Flugfélag Íslands hafa aukið framboð á flugsætum milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Rangt sé að fyrirtækið einoki bestu sætin.

 

Lesa meira

Fimmtán konur útskrifaðar af stjórnendanámskeiði

konur_stjornir_tak_web.jpg
Fimmtán konur útskrifuðust nýverið af námskeiði Tengslanets austfirskra kvenna (TAK) og KPMG sem bar yfirskriftina „Konur í stjórnir.“ Markmiðið er að fjölga konum í stjórnum stofnana og fyrirtækja á Austurlandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.