22. júlí 2025
Einungis ellefu hlutdeildarlán verið veitt á Austurlandi á fimm árum
Aðeins ellefu hlutdeildarlán hafa verið veitt á Austurlandi á þeim fimm árum sem liðin eru síðan stjórnvöld hófu að bjóða slík lán til þeirra sem bágt eiga með að komast inn á fasteignamarkaðinn. Þingmaður skoðar nú leiðir til að bæta þar úr.