Fréttir
Meta umfang olíumengunar á Eskifirði á næstu vikum
Á allra næstu vikum hyggst Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) láta meta nákvæmlega umfang olíumengunar á Strandgötu 59 og 61 á Eskifirði. Það næstum eitt ár síðan krafa var gerð á hendur eigandanum, fyrirtækinu Móglí ehf., um tafarlausa hreinsun en ekkert gerst síðan.