06. ágúst 2025
Ytri-Álftavík enn ekki selst þrátt fyrir mikla athygli um fimm mánaða skeið
Vafalítið er ein allra sérstæðasta eignin sem verið hefur til sölu í landinu öllu síðastliðna mánuði jörðin Ytri-Álftavík á Víknaslóðum. Þrátt fyrir umtalsverðan áhuga og allnokkur tilboð frá fyrstu stundu hefur engin sala enn gengið í gegn.