Tignarlegir fuglar að setjast að á Austurlandi?

Undanfarin ár hefur sést til flækingsfugla sem kallast grátrönur hér á íslandi. Fuglarnir hafa sést útum allt land og nokkrum sinnum hérna fyrir austan. Náttúrustofa Austurlands hefur ekki látið þessa nýju gesti okkar fram hjá sér fara og fylgst grannt með þeim.

Lesa meira

Endurvekja trúbadorahátíð í Neskaupstað

Litla trúbadorahátíðin verður haldin í Neskaupstað um næstu helgi. Norðfirskir tónlistarmenn mynda undirstöðuna í dagskránni en einnig kemur fram Hera Hjartardóttir. Skipuleggjandi hátíðarinnar segir hugmyndina hafa verið að safna saman því fólki í bænum sem sé að semja tónlist.

Lesa meira

Stórurð og Stapavík verði friðlýst svæði

Umhverfisstofnun, í samstarfi við landeigendur jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss yst á Fljótsdalshéraði hafa lagt fram hugmyndir að jarðirnar verði friðlýstar. Stórurð og Stapavík eru meðal náttúruminja sem falla innan friðlýsta svæðisins.

Lesa meira

Ormsteiti hefst: Með nýju sniði á nýjum tíma

Ormsteiti, héraðshátíð á Fljótsdalshéraði, hefst um helgina og stendur frammyfir næstu helgi. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð hátíðarinnar en hún er nú haldin með breyttu sniði á nýjum tíma undir stjórn Halldórs Warén. 

Lesa meira

Göt á eldiskví í Berufirði

Engir strokulaxar hafa náðst eftir að sjö göt uppgötvuðust á eldiskví Fiskeldis Austfjarða. Eftirlitsmenn Matvælastofnunar munu á næstunni skoða aðstæður og fara yfir viðbrögð fyrirtækisins.

Lesa meira

Báturinn brann á innan við tíu mínútum

Innan við tíu mínútur liðu frá því að eldur kom upp í ellefu metra plastbáti, sem var á siglingu milli Vopnafjarðar og Héraðsflóa síðasta sumar, uns báturinn var bruninn.

Lesa meira

Ástand Lagarfljótsbrúarinnar heldur verra en talið var

Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á brúnni yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar á næstu mánuðum. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 30 km/klst. í sumar vegna skemmda.

Lesa meira

Loppa er nýja sjoppan á Fáskrúðsfirði

Í sumar opnaði söluskálinn á Fáskrúðsfirði aftur þegar nýjir rekstraraðilar tóku við en hann hafði þá verið lokaður frá áramótum. Parið Birgir Björn Birgisson og Eydís Lilja Ólafsdóttir tóku við skálanum og segir Birgir að reksturinn fari vel af stað. 

Lesa meira

Gagnrýna meirihlutann fyrir seinagang við endurgerð knattspyrnuvallar

Minnihlutinn í bæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar lýsir vonbrigðum með að lítið sem ekkert hafi gerst í endurgerð knattspyrnuvallar bæjarins síðan í lok mars. Meirihlutinn telur rétt að stíga varlega til jarðar, nánari athugun á kostnaðarmati hafi bent til að ýmsir liðir væru þar vanáætlanir. Ekki er útlit fyrir að neitt verði úr framkvæmdum á þessu ári.

Lesa meira

Plastlaust Austurland: „Við þurfum að gera eitthvað“

Hús handanna stendur fyrir dagskrá um helgina með yfirskriftinni Plastlaust Austurland. Lára Vilbergsdóttir hjá Húsi handanna segir að það geti verið auðveldara fyrir lítil samfélög að verða umhverfisvænni en stærri. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.