Engar umsóknir þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar eftir iðnaðarmönnum

Fyrirtækið Launafl á Reyðarfirði hefur undanfarna mánuði auglýst ítrekað um allt land eftir iðnaðarmönnum en viðbrögðin hafa verið lítil sem engin. Þetta leiðir til þess að erfiðra verður að sinna þeirri þjónustu sem þarf. Framkvæmdastjórinn segir að auka þurfi hvata í grunnskólum til að nemendur velji síðar iðnnám.

Lesa meira

Engar breytingar hjá Arion á Egilsstöðum

Engar breytingar urðu á eina útibúi Arion-banka á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum, í umfangsmiklum breytingum sem kynntar voru hjá bankanum í morgun.

Lesa meira

Hreindýraveiðitímabilinu lokið

Hreindýraveiðitímabilinu er lokið í þetta sinn. Veiðar á hreindýrum gengu vel í sumar. Þrátt fyrir brösulega byrjun í upphafi tímabilsins. Alls voru 1326 dýr felld.

Lesa meira

Markmiðið að skilja betur lífshlaup laxins

Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hyggst veita andvirði 85 milljóna króna á næstu fjórum árum til rannsókna á lifnaðarháttum villta laxastofnsins. Yfirlýst markmið er að skilja betur lífshætti laxins til að geta búið honum betra umhverfi. Til þess þurfi fyrsta flokks rannsóknir.

Lesa meira

Ein með tómat, sinnep og 42 milljónum.

Hjón á Austurlandi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þau keyptu sér lottómiða í sjoppunni á Reyðarfirði. Þau voru alein með allar tölur réttar og unnu rúmar 42 milljónir

Lesa meira

Kortaforrit rata ekki nýja veginn yfir Berufjörð

Dæmi eru um að ferðamenn sem koma til Austfjarða úr suðri keyri yfir Öxi því nýi vegurinn yfir Berufjörð er ekki kominn inn í kortaforrit og staðsetningartæki. Vegagerðin segist lítið geta gert annað en að setja þrýsting á kortagerðarfyrirtæki.

Lesa meira

Vilja vekja athygli á fatasóun

Á degi íslenskrar náttúru setti Umhverfisráð Verkmenntaskóla Austurlands upp fataksiptaslá í skólanum. Þar geta nemendur hengt upp föt sem þau vilja gefa og tekið önnur sem þau vilja eiga. Með vilja þau vekja athygli á fatasóun og veita nemendum tækifæri að  endurnýta fötin.

Lesa meira

Kveikt í rusli án leyfis

Slökkvilið frá Egilsstöðum var í gærkvöldi kallað út vegna elds sem logaði í landi Blöndugerði í Hróarstungu. Ekki var vitað í hverju logaði þegar slökkviliðið var kallað út.

Lesa meira

Íslenska ríkið vill selja Gamla ríkið

Húsið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði, oft þekkt sem „Gamla ríkið“ er meðal þeirra bygginga sem íslenska ríkið hefur í hyggja að selja á næstunni. Þetta kemur fram í drögum að fjárlögum næsta árs.

Lesa meira

Ákærðir fyrir kannabisræktun og 15 milljóna peningaþvætti

Tveir karlmenn um þrítugt hafa verið ákærðir fyrir umfangsmikla kannabisræktun sem upprætt var við húsleit lögreglu í september í fyrra. Þeir eru einnig ákærðir fyrir peningaþvætti upp á um 15 milljónir króna.

Lesa meira

Vilja reyna að efla flug um Norðfjarðarflugvöll

Flugfélag Austurlands og Fjarðabyggð hafa gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf á sviði flugrekstrar á Norðfjarðarflugvelli. Flugfélagið, sem stundað hefur útsýnisflug víða um land í sumar, hefur hug á að vera með höfuðstöðvar sínar á Norðfirði í framtíðinni.

Lesa meira

Rússnesk Hamingja er... í Neskaupstað

Saga menningartengsla Neskaupstaðar og Rússlands teygir sig langt aftur. Sjöunda rússneska kvikmyndavikan á Íslandi var haldin fyrr í september en undanfarna viku hefur hún teygt anga sína út á land og því er við hæfi að nú á sunnudaginn verður rússneska kvikmyndin Hamingjan er… sýnd í Egilsbúð í Neskaupstað. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.