Skíðalyfta í Stafdal í lagi

Skíðalyfta í Stafdal virkaði eins og hún á að gera þegar óhapp varð í henni á sunnudag. Hún var opnuð á ný í gær.

Lesa meira

Leyfir sér að vona að jákvæðara sé framundan í sauðfjárræktinni

Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði, var á föstudag kjörin formaður Landssambands sauðfjárbænda. Hún vonast til að bjartari tímar séu framundan í sauðfjárrækt þar sem ýmislegt hafi áunnist á síðustu mánuðum

Lesa meira

Hæsti styrkurinn í Stuðlagil á Jökuldal

Uppbygging í kringum Stuðlagil á Jökuldal fékk hæsta styrkinn af austfirskum verkefnum þegar úthlutað var úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða nýverið. Alls fengu fjögur austfirsk verkefni styrki. Tíu verkefni að auki eru í verkefnaáætlun um uppbyggingu innviða og verndun náttúru til næstu þriggja ára.

Lesa meira

Nemendur í ME efndu til loftslagsmótmæla

Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum höfðu frumvæði að loftslagsmótmælum sem fram fóru á lóð skólans í hádeginu. Mótmælin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu til að þrýsta á aðgerðir til að hægja á loftslagsbreytingum.

Lesa meira

Sameining prestakalla stærsta viðfangsefnið

Séra Sigríður Rún Tryggvadóttir var í gærkvöldi sett í embætti prófasta á Austurlands við kvöldmessu í Seyðisfjarðarkirkju. Við Sigríði tekur strax krefjandi verkefni við að leiða sameiningu fimm prestakalla á Austfjörðum í eitt.

Lesa meira

Orrustuþotur innan heimilda

Utanríkisráðuneytið segir að farið hafi verið eftir öllum reglum þegar orrustuþotur flugu Reyðarfirði á miðvikudag. Reyðfirðingar urðu fyrir nokkrum óþægindum af fluginu.

Lesa meira

Góð þátttaka Austfirðinga í byggðarannsókn

Austfirðingar hafa tekið vel í viðamikla rannsókn sem stendur yfir á byggðafestu og búferlaflutningum. Vonir standa til að hún gefi skýrari mynd hvað heldur í fólk á minni stöðum og styðji þannig við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Lesa meira

Bættar samgöngur forgangsmál í íþróttastarfi

Starfshópur um íþróttir og tómstundir á vegum samstarfsnefndar um sameiningu fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi telur bættar samgöngur forsendu fyrir öflugu félagsstarfi. Íbúar þurfi að hafa aðgang að tómstundum víðar en bara í sinni heimabyggð.

Lesa meira

Starfsleyfi til moltugerðar fellt úr gildi

Keyra þarf lífrænum úrgangi frá Austurlandi til Eyjafjarðar til moltugerðar eftir að starfsleyfi fyrir moltugerð Íslenska gámafélagsins á Reyðarfirði var fellt úr gildi. Ferli við útgáfu nýs leyfis er komið af stað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.