Austfirskir sjómenn eru eitilharðir í verkfalli

Formaður Sjómannadeildar AFLs segir baráttuhug í austfirskum sjómönnum sem hafa verið í verkfalli í einn og hálfan mánuð. Helst hefur strandað á deilum um hlutdeild í olíuverði.

Lesa meira

23 milljónir austur í ljósleiðaralagningu: Ekki upp í nös á ketti

Fjögur austfirsk sveitarfélög fá samanlagt 23 milljónir króna úr sérstakri 100 milljóna úthlutun í lagningar ljósleiðara sem ráðherra byggðarmála kynnti í gær. Formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi segir fjármögnunina skref í rétta átt en mun meira þurfi til að þoka verkefninu áfram.

Lesa meira

Þóroddur Bjarnason: Að byggja upp Háskóla Íslands var byggðamál

Prófessor við Háskólann á Akureyri telur miklar breytingar framundan á háskólanámi í heiminum og spyr hvort stærri háskólar séu tilbúnir að takast við þá. Uppbygging menntastofnana hefur haft mikil áhrif á íbúaþróun í landinu undanfarna öl.

Lesa meira

57 þúsund tonna loðnukvóti: Þetta er voða dapurt

Austfirskir útgerðarmenn binda vonir við að Hafrannsóknastofnun leggi út í annan leiðangur til að leita loðnu. Stofnunin kynnti í dag niðurstöður sínar úr tveimur rannsóknarleiðöngrum í mánuðinum og veiðiráðgjöf ársins.

Lesa meira

Fiskvinnsla í gang á Fáskrúðsfirði

Vinnsla er hafin á ný í frystihúsinu Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði en hún hefur legið niðri frá því fyrir jól vegna verkfalls sjómanna. Keyptur er afli af krókaaflamarksbátum.

Lesa meira

„Aðalmálið að halda jörðinni áfram í ábúð“

Sigíður Bragadóttir, bóndi á Síreksstöðum í Vopnafirði, segir það hafa verið erfiða ákvörðun að selja jörðina til breska auðkýfingsins Jim Ratcliffe. Dóttir hennar tekur fljótt við búskapnum sem byggist orðið á ferðamönnum.

Lesa meira

Um 24 tonn af fjölpósti dreift í Fjarðabyggð 2016

Um 14 kíló af fjölpósti barst inn á hvert heimili í Fjarðabyggð á síðasta ári sem gerir í heildina um 24 tonn. Ólöf Vilbergsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Fjarðabyggð, segir að íbúar mættu vera duglegri að flokka og aðeins 16% sorps endi í grænu tunnunni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.