Útskrift Stóriðjuskóla Fjarðaáls

Þann 7. desember síðastliðinn útskrifuðust 22 starfsmenn frá Stóriðjuskóla Fjarðaáls. Að skólanum standa Alcoa Fjarðaál, Austurbrú og Verkmenntaskóli Austurlands.

Lesa meira

Breskur auðkýfingur kaupir jarðir í Vopnafirði

Fimmti ríkasti maður Bretlandseyja er orðinn umsvifamikill landeigandi í Vopnafirði. Þetta sýna gögn sem Austurglugginn hefur undir höndum og fjallað er um í blaðinu í dag.

Lesa meira

Leynist framúrskarandi menningarverkefni á Austurlandi?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir Eyrarrósina 2017, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Markmið hennar er að beina sjónum að og hvetja til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Vinnu við steypt mannvirki lokið

Lokið var við uppsteypu undirganga á Dalbraut í Eskifirði um miðjan nóvember og innan ganga lauk uppsteypu nú um mánaðarmótin. Með þessum áföngum lauk vinnu við steypt mannvirki í verkinu og er nú verktakinn að ganga frá krana og mótum á svæðinu.

Lesa meira

Tölvukerfið hrundi í PISA-prófinu

Helmingur þeirra nemenda sem tóku síðustu PISA-könnun í Egilsstaðaskóla gátu ekki lokið prófinu því tölukerfið sem notað var hrundi. Það á ekki að hafa haft áhrif á frammistöðu nemenda í könnuninni.

Lesa meira

„Hrepparígur byggist á fordómum og minnimáttarkennd“

„Að sjálfsögðu verður unga fólkið að mæta með okkur í kvöld, en við erum að reyna að leggja okkar að mörkum til þess að bæta samfélagið, koma okkar hugmyndum á framfæri og vera öflugur málsvari fyrir ungt fólk á Austurlandi,“ segir Margrét Árnadóttir, sem situr í bráðabirgðastjórn samtakanna Ungt fólk á Austurlandi, en formlegur stofnfundur verður haldinn á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

„Þessar heimildir eru ómetanlegur fjársjóður“

„Ég hef mikinn áhuga á því að halda sögu staðarins á lofti og finnst það almennt mjög þarft. Hlutur kvenfélagsins í þeirri sögu er ótrúlega stór,“ segir Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, en hún hefur nýlokið við að skrásetja sögu Kvenfélags Reyðarfjarðar sem fagnaði 100 ára afmæli sínu síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.