„Þessa nótt skipið á Skrúðnum steytti“

Þrjátíu ár voru í gær liðin frá einu mannskæðasta sjóslysi við Íslandsstrendur þegar tankskipið Syneta fórst við skrúð. Tólf manns fórust í slysinu sem kallaði á talsverðar umræður um öryggismál sjómanna bæði hérlendis og í Bretlandi.

Lesa meira

Hafa fimm daga frá fjárlögum til að skila inn áætlun um hagræðingu

Sýslumanninum á Austurlandi eru ætlaðir fimm dagar frá samþykkt fjárlaga til að leggja fram áætlun um hvernig embættið ætlar að ná niður tug milljóna halla. Útlit er fyrir að segja þurfi upp starfsfólki og fækka starfsstöðvum komi ekki til aukin fjárframlög.

Lesa meira

Spannakerfið styttir námstímann

Átján jólastúdentar brautskráðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum síðastliðinn sunnudag. Arnar Sigbjörnsson, áfangastjóri Menntaskólans á Egilsstöðum, segir að með tilkomu spannakerfisins sem tók við af hinu hefðbundna annakerfi hafi það færst í aukana að nemendur útskrifist á þremur og hálfu ári og því séu jólaútskriftir að stækka.

Lesa meira

„Gaman að hjálpa öðrum og líka að halda tombólu“

„Við vildum safna fyrir Krabbameinsfélag Austfjarða því það eru miklu fleiri sem styrkja til dæmis Rauða krossinn,“ segir Heiðdís Sara Ásgeirsdóttir, en hún og Manda Ómarsdóttir héldu tombóluu í sumar og söfnuðu 67 þúsund krónum fyrir félagið sem þær afhentu fyrir stuttu.

Lesa meira

Örvhentur veðurfræðingur óskast á RÚV

„Gengur á með jakkafötum og hvítri skyrtu austanlands næstu daga,“ skrifaði Eiður Ragnarsson á Djúpavogi við mynd sem hann setti á Facebooksíðu sína þar sem veðurfræðingur RÚV stendur fyrir Austurlandinu meðan hann fór yfir veðurhorfur næstu daga.

Lesa meira

Banaslys í Heiðarenda

Banaslys varð í Heiðarenda, skammt frá brúnni yfir Jökulsá á Brú skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Lesa meira

Ekkert á Reykjavíkurflugvelli sem hamlar sjúkraflugi

Braut er opin á Reykjavíkurvelli ef nauðsynlega þarf að lenda þar sjúkraflugi, samkvæmt upplýsingum frá Isavia. Ókyrrð er hins vegar yfir landinu sem veldur því að áætlunarflug liggur niðri.

Lesa meira

Ný ferja breytir engu um siglingar Norrænu til Seyðisfjarðar

Framkvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi segir siglingar nýs skips félagsins milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi verða hreina viðbót við þjónustuna og taki lítið eða ekkert frá siglingum Norrænu til Seyðisfjarðar.

Lesa meira

Munar 20 milljónum í álagningu á ári

Yfirfasteignamatsnefnd telur að Fljótsdalshérað skuli leggja á 0,5% fasteignaskatt af vatnsréttindum Kárahnjúkavirkjunar en ekki 1,65%. Munurinn eru 20 milljónir króna í skatttekjur fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað á ári.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.