Seyðisfjörður: Haldið verður upp á afmælið en með alvarlegri blæ

huginn 100ara 0018 webHátíðarhöld í tilefni 120 kaupstaðarafmælis Seyðisfjarðar hefjast í kvöld. Reikna má með einhverjum breytingum á dagskránni en bæjarbúar eru í áfalli eftir hörmulegt bílslys sem varð þar á þriðjudagskvöld. Rúmlega tvítug stúlka fórst í því og önnur liggur alvarlega slösuð á Landsspítalanum.

Lesa meira

Feneyjalistamaður vinnur landamerkjadeilu

moskan buchel webHéraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið listamanninum Christoph Jules Buchel og Nínu Magnúsdóttur konu hans í vil í deilu um landamerki tveggja jarða utarlega í Seyðisfirði. Þau höfðu áður verið sýknuð af kröfum í gagnstefnu í sama máli.

Lesa meira

Um 900 manns í fyrstu sumarferð Norrænu

norronaÁ milli 800 og 900 manns komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun en ferjan er nú komin á sumartíma sinn á fimmtudögum. Lögreglumenn fræddu ferðamenn um reglur um utanvegaakstur á hafnarbakkanum.

Lesa meira

Bjargar ferðamönnum reglulega úr Austdalsá: Snýst um heildstæða nálgun á Ísland sem áfangastað

olafur orn skalanesi agust14Staðarhaldari á Skálanesi í Seyðisfirði segir þörf á framtíðarsýn fyrir ferðaþjónustu til að tryggja öryggi þeirra sem heimsækja Ísland. Henni verði líka að fylgja fjármagn í takt við arð ríkisins af greininni. Staðarhaldarar hafa reglulega komið ferðamönnum til aðstoðar í Austdalsá síðustu ár. Áin er óbrúuð þótt brú liggi tilbúin á hafnarbakkanum á Seyðisfirði.

Lesa meira

Hjúkrunarfræðingar settu á sig sorgarbönd: Lakari stöðu kvenna er viðhaldið

hjukrunarfraedingar fsn sorgarbond 19062015 webHjúkrunarfræðingar og nemar við Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað söfnuðust saman utan við húsið í gær á 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna og settu á sig sorgarbönd. Með því vildu þær mótmæla lögum sem sett voru á verkfall hjúkrunarfræðinga og minna á lakari stöðu kvenna í samfélaginu.

Lesa meira

Banaslys á Seyðisfirði

logreglan
Ung kona lést í bílslysi á Seyðisfirði rétt fyrir miðnætti í gær og önnur liggur alvarlega slösuð á Landsspítalanum.

Lesa meira

Ferðamenn dregnir upp úr Austdalsá

torleidi skalanes austdalssaBjörgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út nú síðdegis þegar beiðni um aðstoð barst frá tveimur erlendum ferðalöngum sem fest höfðu bílaleigubíl sinn á leiðinni í Skálanes, nánar tiltekið í Austdalsánni.

Lesa meira

Aukin nýting Norðfjarðarvallar eykur þægindi sjúklinga

petur heimisson 07Framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) segir að það myndi auka öryggi og þægindi sjúklinga ef oftar væri hægt að nýta Norðfjarðarflugvöll til sjúkraflugs. Meta þarf ástand og aðstæður hverju sinni sem ákveðið er að leggja sjúklinga inn á Akureyri eða í Reykjavík.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.