Sumarstörf á landsbyggðinni: STARF leitar eftir samstarfsaðilum

Starf ehf STARF – vinnumiðlun og ráðgjöf er að kynna verkefni sem ber yfirskriftina Sumarstörf á landsbyggðinni, en það gengur út á að leita eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki vítt og breytt um landið sem hafa í hyggju að ráða til sín sumarstarfsfólk.

Lesa meira

Vilhjálmur Jóns: Ágætt að hittast og fara yfir málin

vilhjalmur jonsson sfk des13Bæjarstjórnar, bæjarráð og fulltrúar hafnanna á Seyðisfirði og í Fjarðabyggð hittust á fundi á Seyðisfirði í gær til að ræða málefni ferjunnar Norrænu. Bæjarstjóri Seyðisfjarðar segir lítið hafa komið út úr fundinum þótt alltaf sé gott að hittast til að ræða málin.

Lesa meira

Hef verið í sjokki síðan ég fékk fyrsta orkureikninginn: Myndar trekk og einangrun húsa

hitamyndir 0027 webBaldvin Harðarson myndaði í haust íbúðarhús í Fljótsdal með hitamyndavél. Hún sýnir hvar varmi tapast úr húsinu. Upplýsingarnar má nota til að einangra og þétta húsin betur og ná fram betri orkunýtingu. Baldvin, sem býr í Færeyjum, segi betri orkunýtingu hafa orðið að áhugamáli og síðar atvinnu eftir að hann fékk fyrsta orkureikninginn þar.

Lesa meira

Allir geislafræðingar hjá HSA hafa sagt upp: Þetta er alvarleg staða

hsalogoÞeir þrír geislafræðingar sem starfa hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) sögðu upp störfum í byrjun apríl. Þeir fara fram á hækkun grunnlauna í samningi sem ekki hefur verið endurnýjaður síðan árið 2006. Framkvæmdastjóri lækninga vonast til að lausn náist eftir páska.

Lesa meira

Gekk úr stjórn fyrirtækis eftir að hafa verið neitað um ársreikninginn

sparnor hus khSparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðfjarðar hætti í stjórn bifreiðaverkstæðis sem sjóðurinn átti í eftir að fulltrúar meirihlutaeigenda í stjórninni neituðu að afhenda ársreikning fyrirtækisins. Sparisjóðurinn afskrifaði að lokum átta milljónir króna vegna verkstæðisins.

Lesa meira

Báðir bæjarfulltrúar Á-listans halda áfram

alisti blisti heradBæjarfulltrúarnir Gunnar Jónsson og Sigrún Harðardóttir skipa efstu tvö sætin á framboðslista Á-lista áhugafólks um sveitarstjórnarmál á Fljótsdalshéraði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor, líkt og þau gerðu fyrir síðustu kosningar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.