Stærstu norsku fiskeldisfyrirtækin eru sögð fylgjast náið með gangi mála í fiskeldi á Austfjörðum. Forsvarsmenn austfirskra fiskeldisfyrirtækja segja rúm fyrir umtalsverðar vöxt í greininni hérlendis.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segir ekki hægt að leggja eingöngu komugjöld á flug frá útlöndum. Samkvæmt reglum EES yrði einnig að leggja það á innanlandsflug en það sé ekki stefna ríkisstjórnarinnar.
Alcoa Fjarðaál hafnar því að fyrirtækið grafi undan íslenskum sjómönnum með samningum um sjóflutninga. Fyrirtækið var sakað um óásættanlega viðskiptahætti á aðalfundi Sjómannafélags Íslands fyrir skemmstu.
Vinna er hafin við úttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum á Fljótsdalshéraði. Markmiðið er að fá tillögur að úrbótum í skólastarfi í sveitarfélaginu.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð áformar að standa fyrir málþingi um olíuleit, vinnslu og umhverfisáhrif í vor. Olíumálaráðherrar Noregs er meðal þeirra sem sýnt hafa áhuga á að koma að slíku þingi.
AFL-Starfsgreinafélag efnir til fjögurra félagsfunda á næstu dögum í tengslum við gerð mótun kröfugerðar félagsins vegna komandi kjaraviðræðna. Formaður félagsins segir fundina mikilvæga því þar verði línurnar lagðar.
Bændur í Breiðdal segja margfalt fleiri mýs á ferðinni þar heldur en síðustu ár og tala um faraldur. Mýsnar hafa valdið tjóni á heyforða og jafnvel lagst á sauðfé.
Atkvæðatölur í kosningu á Austfirðingi ársins hafa verið leiðréttar eftir að í ljós kom að átt hafði verið við kjörið með tölvuforriti. Takmarkanir hafa verið settar til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig.