Gert er ráð fyrir að sjötíu milljónum verði varið í frekari rannsóknar fyrir Fjarðarheiðargöng á þessu ári. Seyðfirðingar fagna því að verkið haldi áfram.
Í kvöld byrjar þriggja daga fundaferð á vegum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins undir yfirskriftinni „Fjarðabyggð til framtíðar." Það verður stefna sveitarfélagsins í ýmsum málaflokkum rædd með íbúum. Bæjarstjórinn segir vilja til að nýta betur þá krafta sem sveitarfélagið bjóði upp á.
Lesendur Austurfréttar völdu Tinnu Rut Guðmundsdóttur frá Reyðarfirði sem Austfirðing ársins 2014. Hún sagði í Austurglugganum í lok nóvember frá áralangri baráttu sinni við átröskun. Hún segir viðurkenninguna mikinn heiður sem hjálpi henni við að halda réttri stefnu.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, gerir ráð fyrir að frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa verði umdeilt á Alþingi í vor. Nærtækara sé að rukka fyrir ákveðna þjónustu fremur en setja alla náttúru landsins á markað.
Nýtt tæki til að kurla trjávið var gangsett í fyrsta sinn á Hallormsstað síðastliðinn föstudag. Tækið er margfalt öflugra en eldri kurlari sem þar hefur verið í notkun.
Leikskólabörn á Sólvöllum aðstoðuðu þegar fyrsta skóflustungan var tekin að nýjum leikskóla á Neseyri í Neskaupstað í gær. Gert er ráð fyrir að nýi skólinn verði tekinn í notkun síðsumars 2016.
Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir viðburðinum Mannamót 2015 sem fer fram á morgun. Mannamótum er ætlað að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi og auka dreifingu ferðamanna um landið allt.
Föstudaginn 16. janúar síðastliðin skrifuðu skólastjórnendur leik- og grunnskóla á Austurlandi undir viljayfirlýsingu um bættan námsárangur, með sérstakri áherslu á læsi og stærðfræði.
Útlit er fyrir að verulega hægist á greftri nýrra Norðfjarðarganga á næstunni því nýtt setbergslag blasir við Eskifjarðarmegin. Útlit er fyrir að það verði eitt það þykkasta sem graftarmenn hafa lent í.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist skynja samstöðu um að afla þurfi fjár til uppbyggingar á helstu ferðamannastöðum þjóðarinnar. Eftir tíu daga mælir hún fyrir frumvarpi um náttúrupassa sem þegar er orðið umdeilt. Hún segist tilbúin að hlusta á mismunandi skoðanir á passanum í von um að sníða af agnúa.