Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólafur Áki Ragnarsson, sveitarstjóri Vopnarfjarðarhrepps, undirrituðu í dag endurnýjaðan samning sem felur í sér að Vopnafjarðarhreppur mun áfram sjá um rekstur hjúkrunarheimilisins Sundabúðar og heimahjúkrunar í sveitarfélaginu. Að auki var veitt heimild fyrir rekstri eins dagdvalarrýmis í húsnæði Sundabúðar.
Sumarhiti mældist víða á Austfjörðum í dag þrátt fyrir að á dagatalinu standi desember. Hæst fór hitinn í sextán stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði.
Bændur bera sjálfir kostnað af aðgerðum vegna garnaveiki sem greindist nýverið á Fljótsdalshéraði. Veikin leggst á jórturdýr en á ekki að vera hættuleg mönnum.
Í byrjun desember voru liðin fimm ár frá því að Jónas Helgason veitingamaður hóf rekstur í Tærgesen-húsi á Reyðarfirði. Hann er stoltur af langri sögu hússins sem innan skamms gæti öðlast heimsfrægð.
Pétur Kristjánsson, þjóðfræðingur frá Seyðisfirði hvetur sem flesta til að taka sér tíma á gamlársdag eða gamlárskvöld til að syngja lagið Imagine eftir John Lennon og hugsa um friðarboðskapinn.
Um miðjan desember útskrifuðust fyrstu nemendur frá Stóriðjuskóla Alcoa Fjarðaáls, alls 20 manns, sem lokið hafa bæði grunn- og framhaldsnámi við skólann, en námið tekur tvö og hálft ár.
Ráðherra landbúnaðarmála mun skoða fjárveitingar til dýralæknamála þegar nýtt ár verður gengið í garð. Matvælastofnun hefur farið fram á aukið fjármagn en erfitt hefur reynst að manna dýralæknastöður á Austurlandi og í Þingeyjasýslum.
Náttúrustofa Austurlands varar ökumenn á Austurlandi við hreindýrum á vegum á Austurlandi í skammdeginu. Yfir þrjátíu dýr hafa lent fyrir bíl það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri dýr verið keyrð niður á einu ári.