Unnið að frágangi við Norðfjarðargöng
Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á þau verk sem þarf að klára áður en Norðfjarðargöng verða opnuð eftir tvær vikur. Skilti á vegum sem vísa á göngin verða sett upp á næstu dögum.Norðfjarðargöng óðum að taka á sig endanlega mynd
Stefnt er að opnun Norðfjarðarganga í lok október og búið að kveikja ljós í stærstum hluta ganganna. Áhyggjur voru um tíma af efnisöflun en búið er að greiða úr því.Ökumenn keyra almennt varlega um nýju göngin
Forvitnir Austfirðingar hafa margir lagt leið sína til Norðfjarðar í vikunni til að skoða ný Norðfjarðargöng sem opnuð voru á laugardag. Þótt áhyggjur hafi verið af hraðakstri sýna langflestir starfsmönnum sem enn eru þar að störfum mikla tillitssemi.Norðfjarðargöng opnuð 11.11
Norðfjarðargöng verður opnuð formlega laugardaginn 11. nóvember næstkomandi. Ekki verður þó öllum frágangi lokið fyrr en næsta sumar.Norðfjarðargöng: Umframkostnaður skýrist af verðbótum
Útlit er fyrir að Norðfjarðargöng verði einum milljarði dýrari en gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun. Verðbætur og auknar öryggiskröfur eru helstu ástæðurnar fyrir þessu.
Norðfjarðargöng: „Þetta er sú vinna sem maður hefur valið sér“
Guðmundur Þór Björnsson hefur fylgt eftir Norðfjarðargöngum frá því byrjað var að undirbúa framkvæmdir á Eskifirði sumarið 2013. Enn er nokkrum verkþáttum ólokið en göngin verða opnuð á laugardag.Norðfjarðargöng: Byrjað að klæða veginn í Fannardal
Klæðning vegarins í Fannardal hófst í dag þegar klætt var frá vegamótum í Norðfirði inn að nýju brúnni yfir ána inni í dalnum. Aðeins verður sett einfalt lag af klæðningu í haust.Hví seinkar Norðfjarðargöngum?
Í verksamningi um verkið eru verklok áætluð 1. september. Það hefur nú verið ljóst í allt sumar að verklok yrðu ekki fyrr en í seinni hluta september. Nú eftir sumarfrí hefur verkáætlun verið yfirfarin og leiðrétt og niðurstaðan er að verkinu muni ekki ljúka fyrr en i lok október. Lítið gerðist fyrri hluta ágúst og frágangsverkin reynast drjúg eins og stundum áður.