Tíu sniðugar austfirskar jólagjafir

Article Index

kristjana sigurdardottir hus handanna matarkarfaTölur undanfarinna ára sýna að veltan er mest í jólaversluninni síðustu dagana fyrir jól. Við litum við í hönnunarbúðinni Húsi handanna og fórum yfir tíu sniðugar austfirskar afurðir í jólapakkann.

flora viskastykkiViskastykki frá Flóru:

Hannað af Ingunni Þráinsdóttur með vísan í munstur úr jurtaríki Vatnajökulsþjóðgarðs.

hreindyr pudaverPúðaver með hreindýramynd:

Framleitt hjá Lagði á Blönduósi en myndin er tekin á Fagradal af Skarphéðni Þórissyni. Kósý gjöf.

hus handanna jolagjafir bollarDyrfjallabollar:

Bollarnir frá Anne Kamp hafa slegið í gegn. Gjöfin fyrir te- og kaffidrykkjumanneskjuna.

hus handanna jolagjafir alfamyndirÁlfa- og Herðubreiðarmálverk:

Vinsælar gjafir fyrir fólk sem flutt hefur af svæðinu. Falleg vinagjöf.

gibba gibb snagarGibba, gibb snagar:

Hulda Eðvaldsdóttir nútímavæddi fatasnaga með kindahornum sem afi hennar, Jón Stefánsson úr Möðrudal, smíðaði.

hus handanna jolagjafir matarkarfaMatarkörfur frá Austfirskum krásum:

Veldu það sem þér þykir best af Austurlandi. Klassísk gjöf fyrir þá sem eiga allt.

hus handanna jolagjafir vettlingarGormavettlingar:

Vettlingarnir, sem Anna María Arnfinnsdóttir prjónar, eru sérstakir og vekja athygli. Hlý gjöf.

hus handanna jolagjafir armbondTalnabönd:

Ríkey Kristjánsdóttir frá Seyðisfirði saumar einstök armbönd úr tölum í mismunandi litum.

ommukollurÖmmukollurinn:

Smíðagripur sem samofinn er sögu Egilsstaða. Nýjasta útgáfan sem smíðuð af Markusi Nolte. Kjörin geymsla fyrir hannyrðir og smáhluti.

hus handanna jolagjafir marcus nolteHitaplattar:

Hannaðir og smíðaðir af Markusi Nolte með sterka tilvísun í austfirska náttúru og sögu. Hægt er að taka plattana í sundur og nota til að stilla upp og fegra heimilið. Bæði nytsamleg og falleg gjöf.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.