Heimamenn fælast stranga skilmála
Strangir útboðsskilmálar Landsvirkjunar vegna útboðs
á rekstri mötuneytis og ræstinga í Fljótsdalsstöð hafa fælt heimamenn frá því
að bjóða í verkin. Þetta segir oddviti Fljótsdalshrepps. Talsmaður
Landsvirkjunar segir skilyrðin í samræmi við gæðastefnu fyrirtækisins. Útboðin
verða opnuð á morgun.
„Ég veit um
heimamenn sem tóku gögn en ég á síður von á að það komi tilboð frá þeim
aðilum,“ segir Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti Fljótsdalshrepps. „Ég held
frekar að útboðsskilmálarnir í heild hafi fælt þá frá. Það eru miklar kröfur
gerðar varðandi ýmsa staðla og ekki einfalt fyrir þá sem hafa ekki komið að
svona málum áður að setja fram raunhæft tilboð. Slíkt er tæpast hægt nema kaupa
þjónustu aðila með sérþekkingu í að útbúa tilboð, það kostar sitt. Það þarf einnig
að leggja til stofnkostnað , tæki og tól sem fólki kann að vaxa í augum.“
Flókið ferli fyrir fá störf
Henni finnst
furðulegt að Landsvirkjun skuli hafa valið útboðsleiðina fyrir fá störf. „Mér
persónulega finnst ótrúlegt að það hafi þurft að bjóða þetta út með þessum
hætti. Raunverulega snýst málið um mjög fá störf. Þetta eru viss vonbrigði að
Landsvirkjun skuli hafa valið að fara þessa leið, í stað þess að ráða fólk til
starfa og að auki að velja að bjóða ræstingu stöðvarhúss og mötuneytisrekstur
út í einu lagi.“
Gunnþórunn segir
mikilvægt fyrir utanaðkomandi aðila að reikna ferðalög starfsmanna inn í
tilboðin. „Það er engin aðstaða í þjónustuhúsinu fyrir mötuneytis- eða
þrifafólk hvað varðar gistingu og raunverulega verður aðbúnaður þessara aðila
ekki merkilegur.“
Skilmálarnir sambærilegir við önnur útboð
Matarást í Landsvirkjun
Þorsteinn bendir á
að Landsvirkjun sé margverðlaunað fyrirtæki á landsvísu fyrir vandaðan og
metnaðarfullan rekstur þar sem sérstaklega sé vel staðið að málum sem snerta
starfsmenn.
„Við könnumst ekki
við að neinar vöbblur séu á starfsmönnum
í Fljótsdal út af matarræðinu eins og
því er lýst í útboðsgögnunum. Matarást
starfsmanna á mötuneytisfólki innan
Landsvirkjunar er við brugðið, enda er okkur búinn einstaklega góður
kostur.“