Fjarðabyggð berst fyrir lífi sínu á botninum

Á morgun tekur KFF á móti Stjörnunni á Norðfjarðarvellí í 1. deild í knattspyrnu. Fyrir leikinn er lið Fjarðabyggðar í bullandi fallbaráttu í 9. sæti með 21 stig eftir 20 leiki í deildinni.

Staða Stjörnunnar er hins vegar önnur. Leikmenn Stjörnunnar berjast nú við að ná Selfyssingum að stigum í toppbaráttunni og tryggja sér sæti í úrvaldsdeild. Fyrirfram má ætla að Stjarnan sé mun sigurstranglegri í leiknum, en báðum þessum liðum var spáð því að vera í toppbaráttunni í sumar.

Njarðvíkingar eru í ellefta sæti 1. deildar með 15 stig og einn leik til góða. Leiknir R. er í 10. sæti með 20 stig. Þess vegna getur allt gerst í síðustu tveimur umferðunum. Jafntefli í leiknum á morgun gæti ráðið úrslitum um hvort Fjarðabyggð heldur sér í deildinni, en liðið hefur gert 9 jafntefli í sumar. Þar af hefur liðið sjö sinnum gert 2-2 jafntefli.fbyggd_vikingur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.