Skip to main content

Fjölmennt í afmælisveislu RARIK á Egilsstöðum

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. jún 2022 13:30Uppfært 16. jún 2022 14:37

„Þetta var töluvert meira af fólki en ég átti persónulega von á enda var þetta ekki mikið kynnt þannig,“ segir Bergur Már Hallgrímsson, deildarstjóri framkvæmdadeildar RARIK á Austurlandi.

Blásið var til veislu á öllum starfsstöðvum RARIK vítt og breitt um landið síðdegis á miðvikudag í tilefni af 75 ára afmæli stofnunarinnar. Starfsstöðvarnar opnaðar upp á gátt fyrir gestum, starfsemin kynnt og var boðið upp á góðar veitingar.

Töluverður fjöldi fólks nýtti tækifærið til að heimsækja stöð RARIK á Egilsstöðum og óska starfsfólki til hamingju með áfangann. Sérstaklega var áberandi hversu margir fyrrum starfsmenn RARIK létu sjá sig og þeim mörgum tíðrætt um hve mikið hefði breyst í starfseminni á tiltölulega skömmum tíma. Ekki séu margir áratugir síðan að starfsfólk þurfti næstum daglega að eiga við bilanir hér austanlands en nú sé það hending ef rafmagn dettur út á svæðinu.

Dýrindis kökur voru á boðstólnum hjá RARIK í gær og var þéttsetið af fólki að njóta veiganna.