Heimildarmynd um Barðsneshlaupið
Í kvöld klukkan 20:00 verður forsýning á heimildarkvikmyndinni BARÐSNES í húsnæði Björgunarsveitarinnar Gerpis að Nesgötu 4 í Neskaupstað.
BARÐSNES er kvikmynd eftir þá Kristin Pétursson og Jón Knút Ásmundsson og fjallar um Barðsneshlaupið og stofnanda þess, Ingólf Sveinsson, hlauparana og náttúru Norðfjarðarflóans.
Kvikmyndin tekur tæplega eina klst. í sýningu, allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.