Kompásstjarna búsett eystra

Ragnar Magnússon, sem var barinn af Benjamín Þ. Þorgrímssyni, fyrir framan leyndar tökuvélar sjónvarpsþáttarins Kompáss og sýnt í vikunni, býr á Egilsstöðum.

Hann flutti lögheimili sitt austur í sumar og hóf að vinna hjá Alcoa Fjarðaáli.

Samkvæmt heimildum Austurgluggans á Ragnar einkahlutafélagið Eignarhaldsfélagið Traustur ehf. sem á meðal annars forláta Benz bifreið sem vakti fyrst athygli á Ragnari á Egilsstöðum í ágúst síðastliðnum og sást í Kompásþættinum. Benzinn er af gerðinni 55 AMG, nýskráður í febrúar 2006.

Eignarhaldsfélagið Traustur er skráð með lögheimili að Breiðvangi 4 í Hafnarfirði. Ragnar rak áður nokkra skemmtistaði í Reykjavík, meðal annars Q-bar og Oliver.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.