Metsumar hjá Papeyjarferðum
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. ágú 2009 19:48 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Ríflega 1800 manns hafa farið út í Papey í sumar með Papeyjarferðum. Það er um 15% bæting frá eldra farþegameti.
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru því ánægðir með sumarið eins og fleiri á Djúpavogi, en að því er fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsins hefur ferðamannasumarið þar verið fádæma gott.