![](/images/stories/news/folk/Jón_Hilmar_Kárason.jpg)
Námskeið fyrir gítarleikara á öllum aldri og getustigum
„Ég hef lagt mikla vinnu í að gera námskeiðið sem skemmtilegast og fróðlegast og ég veit að þeir sem mæta munu fá mikið út úr því og skemmta sér vel,“ segir Jón Hilmar Kárason, skipuleggjandi gítarveislu sem haldin verður í Tónlistarmiðstöð Austurlands á laugardaginn.
Opið gítarnámskeið verður á laugardaginn milli klukkan 14:00 og 17:00 og er það fyrir gítarleikara á öllum aldri og öllum getustigum.
„Við vorum á Seyðisfirði um daginn og munum verða á Egilsstöðum eftir viku. Námskeiðið er fyrir alla áhugasama gítarleikara á hvaða aldri sem er og á öllum getustigum og það besta er, námskeiðið er ókeypis,“ segir Jón Hilmar.
Nýtt námsefni fylgir fyrir þáttakendur sem skrá sig fyrirfram á www.jonkarason.is
„Á laugardagskvöldið verða svo tónleikar þar sem ég spila ásamt DÚTL skemmtilega gítartónlist bæði eftir okkur og aðra.“
Nánar má lesa um viðburðina hér.
Ýmislegt annað verður í boði um helgina á Austurlandi
Málþing um samfélagsleg áhrif Norðfjarðarganga
Áhugafólk um Norðfjarðargöng stendur fyrir málþingi með yfirskriftinni „samfélagsleg áhrif Norðfjarðarganga“ sem haldið verður í Egilsbúð á laugardaginn milli klukkan 10:00 og 12:00.
Frétt um málþingið má sjá hér.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs 50 ára
Leikfélag Fljótsdalshéraðs fagnar 50 ára starfsafmæli sínum um helgina Meginviðburðurinn verður í Valaskjálf á laugardagskvöld og sunnudag, en þá mun tónlistarfólk úr öllum áttum flytja lög úr sýningum og viðburðum sem félagið hefur staðið fyrir gegnum tíðina. Ýmislegt annað stendur til, en frétt um þetta má lesa hér.
Gjörningur í Skaftfelli
Norski samvinnuhópurinn Tromsø Dollsz Arkestra býður upp á gjörning í Skaftfelli á laugardaginn klukkan 17:00 í Bókabúðinni-verkefnarými. Tromsø Dollsz Arkestra er samvinnuhópur sem byggir á meginreglum um frjálsan þykjustu-hugsanaflutnings hávaðaspuna. Nánar má lesa um gjörninginn hér.