Opinn fundur um Norðfjarðargöng
Samstöðufundur um Norðfjarðargöng verður haldinn í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, 14. desember. Fundurinn er haldinn að frumkvæði sveitarfélagsins Fjarðabyggðar. Þar munu fulltrúar mismunandi hagsmuna koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samgönguráðherra og vegamálastjóri verða sérstakir gestir fundarins.