Prjónahópurinn Karitas prjónar fyrir gott málefni í Vopnafjarðarkirkju

Prjónahópurinn Karitas hittist vikulega á þriðjudögum í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju og prjónar fyrir gott málefni.

Þuríður Árnadóttir, sóknarprestur í Vopnafjarðarkirkju, segir markmiðið vera að búa til vettvang þar sem fólk getur hist, spjallað og prjónað fyrir gott málefni. Hópurinn var stofnaður í janúar og hefur hist þrisvar sinnum. Það hafa verið um 10 konur í hópnum á fjölbreyttu aldursbili. Í hópnum eru vinnandi konur, konur á eftirlaunum og konur á örorku. Þuríður segir enga karla í hópnum en að allir séu velkomnir.

„Núna erum við að prjóna fyrir Skjólið sem er dagheimili fyrir heimilislausar konur í Reykjavík sem kirkjan rekur,” segir Þuríður. „Við erum mest að prjóna húfur, vettlinga og trefla fyrir Skjólið en svo færum við okkur í að prjóna fyrir fleiri góð málefni”.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.