Skip to main content

Tíu mest lesnu fréttirnar á Austurfrétt 2022

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. jan 2023 12:09Uppfært 09. jan 2023 12:09

Þetta voru þær fréttir sem mest voru lesnar á Austurfrétt árið 2022:


1. „Eins og að vera inni í annarra manna húð“
Útdráttur úr ítarlegu viðtali Austurgluggans við Martein Lunda Kjartansson, transstrák frá Reyðarfirði, um hans sögu.

2. Halldór Jónasson greiðir hæstu skatta Austfirðinga
Samantekt um 25 gjaldahæstu einstaklingana á Austurlandi

3. Glæpamenn í stéttinni en ég er einn af þeim
Útgerðarmaðurinn Kári Borgar Ásgrímsson á Borgarfirði sagði frá því þegar einn báta hans var tekinn fyrir brottkast.

4. Grafa í höfnina á Borgarfirði
Stór grafa fór á bólakaf í höfnina á Borgarfirði í beinni útsendingu vefmyndavélarinnar sem þar er til að fylgjast með lundanum.

5. Bílar og hús skemmd eftir ákeyrslu
Ökuferð um Eskifjörð aðfaranótt 9. desember reyndist ökumanni dýrkeypt.

6. Hlaup í Grímsá
Árið 2022 var ekki gott fyrir skurðgröfur á Austurlandi. Ein fór alveg á kaf og önnur slapp með skrekkinn þegar Grímsá óx í nóvember.

7. Staðan ekki alvarlegri í 25 ár
Mikil sókn var í þjónustu verktaka á Austurlandi. HEF veitum tókst ekki að ráðast í allar áætlaðar framkvæmdir vegna þess.

8. Vonbrigði með fordómafulla vísu á árshátíð
Frambjóðandi á lista Fjarðalistans fór með fordómafulla vísu á árshátíð Alcoa Fjarðaáls skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningarnar.

9. Tvenn fjárhús í Breiðdal splundruðust í óveðrinu
Tvenn aflögð fjárhús heyrðu sögunni til eftir óveðrið á Austurlandi þann 25. september.

10. Austfirðingur ársins 2021
Kosningin um Austfirðing ársins 2021 var vinsæl. Davíð Kristinsson á Seyðisfirði fór þar með sigur af hólmi.