
Úr fjölmenni Paragvæ í fámenni Seyðisfjarðar
Með ljósmyndir og ljóð að vopni hyggjast þau Tesla Rivarola og Juanio Ivaldo Zaldivar reyna að lýsa þeim miklu umbreytingum sem felast í að flytja búferlum frá fjölmennu svæði í Suður-Ameríku í fámennið á Seyðisfirði á nýrri farandsýningu sem opnar síðar í þessum mánuði.
Listamennirnir koma báðir frá fjölmenninu í Paragvæ en hafa undanfarið búið á Seyðisfirði og upplifað þar allt annan veruleika en þau eru vön sunnan af hnettinum.
Þessu reyna þau að gera skil með sínum hætti á sýningunni Misplaced Gaze en sú opnar í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 17. mars klukkan 15 en í kjölfarið verður hún einnig sett upp í Neskaupstað áður en þau ljúka ferðinni með uppsetningu á Seyðisfirði.
Vildarvinir
Austurfrétt birtir fréttir að austan alla virka daga, öllum aðgengilegar og reiðir sig á auglýsingatekjur og styrki frá lesendum sínum til að halda úti þjónustunni.
Hvers virði finnst þér að hafa aðgang að fréttaþjónustu á borð við þessa?
Smelltu hér ef þú vilt styrkja Austurfrétt.