Viðarkyndistöð styrkt

Uppsetning viðarkyndistöðvar á Hallormsstað hlaut næst hæsta styrkinn, 2,5 milljónir króna, þegar úthlutað var úr Orkusjóði í vikunni.

 

Kyndistöðin, sem á að hita upp grunnskólann á Hallormsstað, er tilraunaverkefni sem Skógráð ehf. og Skógrækt ríkisins standa daman að. Í rökstuðningi úthlutunarnefndarinnar segir að það frumherjastarf sem unnið er á Hallormsstað geti skapað markað fyrir timburafurðir skógarbænda. Í framhaldinu af kyndistöð skólans er gert ráð fyrir annarri til að hita íbúðarhús á staðnum.

Fjórtán verkefni hlutu styrk úr sjóðnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.