
„Mig langar gríðarlega að fara til Marokkó sem fyrst“
Tónlistarkonan Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir var að senda frá sér lagið Strong for you, en það er fjórða lagið á þessu ári. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.
„Þegar maður sér árangur er gaman að halda áfram“
Hjónin Sigrún Snorradóttir og Guðmundur Eiríksson, ábúendur á Starmýri I í Álftafirði, fengu í vor landgræðsluverðlaunin fyrir uppgræðslustarf á jörðinni frá árinu 1995. Þá hófu þau þátttöku í verkefninu Bændur græða landið
„Maður þurfti alveg að halda kúlinu“
„Ég fékk að prófa að æfa með nokkrum félögum en Breiðablik stóð uppúr, æfingasvæðið er stórt og öll umgjörð til fyrirmyndar,“ segir Héraðsbúinn Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, sem er tvöfaldur meistari eftir sumarið með meistaraflokki kvenna í Breiðablik og er á leið til Armeníu með U-19 liði kvenna.
„Ég upplifi frelsistilfinningu snemma sumars“
Guðrún Lilja Magnúsdóttir er nýr starfsmaður Menningarstofu Fjarðabyggðar og hefur komið að skipulagningu og kynningarmálum BRAS, menningarhátíð barna- og ungmenna á Austurlandi sem sett verður á morgun. Guðrún Lilja er í yfirheyrslu vikunnar.
„Í augnablikinu étur hann blómið hennar mömmu“
Líklegt verður að teljast að elsta kanína landsins sé búsett í Neskaupstað. Kanínan Zoro er þrettán ára gömul en þær verða að meðaltali 7-9 ára.

List er valdeflandi
„Ég hef tekið mér ýmislegt fyrir hendur í gegnum tíðina. Eitt af því er að kenna börnum ritlist. Mér finnst frábært að vinna með börnum, finnst þau í rauninni betri útgáfa af mannfólkinu,“ segir Markús Már Efraím, rithöfundur og ritstjóri, en hann kynnti ritlist fyrir nemendum grunnskóla Fjarðabyggðar í tengslum við BRAS, menningarhátíð barna- og ungmenna á Austurlandi.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar stígur á stokk á útgáfutónleikum Austurvígstöðvanna
„Ég vona að fólk fjölmenni, en það er ekki á hverjum degi sem austfirskt pönk er flutt í höfuðborginni,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, trommuleikari ljóðapönksveitarinnar Austurvígstöðvanna, sem sendi frá sér hina umdeildu hljómplötu Útvarp Satan í júní og verður með útgáfutónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði í kvöld.