Um helgina eru Hinsegin Dagar haldnir hátíðlegir í Reykjavík og á morgun fer þar fram árleg Gleðiganga, sem tugir þúsunda sækja á hverju ári. En víðar verður gengið en í höfuðborginni. Á Seyðisfirði verður nefnilega líka Gleðiganga, fyrir þá sem ekki komast suður að ganga þar.
Blaðamaður Ghost Cult Mag virðist afar ánægður með för sína á Eistnaflugshátíðina í Neskaupstað í síðasta mánuði. Viðmót heimamanna á sinn þátt í upplifuninni.
Hann er orðinn heimsþekktur litli fýlustrákurinn sem stendur fyrir utan Söxu Guesthouse á Stöðvarfirði og spurning hvort hann sé ástæða góðs gengis hótelsins.
Tónlistarhátíðin Bræðslan var haldin tíunda árið í röð á Borgarfirði eystra fyrir skemmstu. Áætlað er að um 5700 manns hafi sótt staðinn heim um helgina, nokkru færri en síðustu ár enda veðurspáin heldur verri en áður.
Hápunktur vel heppnaðrar Neistaflugshátíðar verður að teljast þegar Gunnar Helgason mætti á brekkusönginn í sjúkrabíl eftir að hafa boðað forfoll vegna alvarlegra veikinda.
Austfirðingarnir Tinna Rut Guðmundsdóttir og Hallur Ásgeirsson gengu í hjónaband í lok júlí. Sjónvarpsstöðin CNN myndaði brúðkaupið og tók viðtal við hjónin fyrir þáttinn Wonderlist 2015 sem sýndur verður ytra í febrúar.
Gulfstream einkaþota hefur vakið töluverða athygli á flugvellinum á Egilsstöðum síðustu daga. Vélin mun vera í eigu eins stærsta alifuglaframleiðanda Bandaríkjanna.