18. febrúar 2016
N4 sýnir í kvöld fyrsta þáttinn Að austan
Fyrsti þátturinn af Að austan, nýrri þáttaröð um Austurland, fer í loftið klukkan 19:30 í kvöld á N4. Þar verður litið við á Kommablóti í Neskaupstað, nýr Beitir skoðaður og farið á leiksýningu hjá Leikfélagi Menntaskólans á Egilsstöðum.