14. mars 2016
„Skiptir ekki máli hvar maður býr ef maður hefur það gott í hjartanu“
Á Fáskrúðsfirði er að finna lítið og skemmtilegt leyndarmál, vinnustofuna hennar Önnu Ólafsdóttur í Hruna, en þar dvelur hún löngum stundum og saumar kanínur, verndarengla og margt fleira.