Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi fagnar með stolti fimmtánda starfsári sínu með sýningu á verkum eftir svissneska listamanninn Dieter Roth en sýningin verður opnuð á morgun.
Þórunn Anna María Sigurðardóttir, bóndi á Skipalæk í Fellum, varð fyrir skemmstu elst þeirra sem gengið hafa á Dyrfjallatind. Bróðir hennar varð fyrstur til að komast á tindinn fyrir rúmum sextíu árum.
Listasýningin „Þetta vilja börnin sjá“, sem byggir á úrvali myndskreytinga úr nýlegum íslenskum barnabókum, verður opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á morgun.
Egilsstaðaskóli fékk nýverið viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf í átakinu heilsueflandi grunnskóli. Þetta er í annað skipti sem viðurkenningin er veitt.
Jóhann S. Steindórsson, handverksmaður, sýndi nýverið muni sem hann hefur unnið úr hreindýrshornum í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík. Ár er síðan Jóhann byrjaði að hanna og smíða slíka gripi.
Nemendur og starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað tóku í dag þátt í alþjóðlegum mótmælum gegn lögum sem takmarka réttindi samkynhneigðra í Rússlandi. Árleg haustganga skólans var helguð réttindabaráttu þeirra.
Rúmlega áttatíu nýnemar eru við Verkmenntaskóla Austurlands sem settur var í blíðviðri í síðustu viku. Nýr skólameistari leggur áherslu á að hver líti eftir öðrum innan skólasamfélagsins.
Bleika hverfið, sem gjarnan er kennt við Selbrekku á Egilsstöðum, fagnaði sigri í hverfaleikum Ormsteitis sem haldnir voru á Vilhjálmsvelli í upphafi héraðshátíðarinnar. Fellbæingar fengu verðlaun fyrir bestu skreytingarnar.