Línur lagðar fyrir næsta ferðasumar

Haldinn verður fundur um ferða- og menningarmál á Reyðarfirði síðdegis á morgun, klukkan 17.

Fundurinn verður í kaffihúsinu Hjá Marlín.  Meðal þess sem ræða á er staða ferða- og menningarmála á Reyðarfirði, aðgerðir fyrir sumarið 2009, Hernámsdagurinn og tækifæri Reyðarfjarðar. Áhugasamir eru hvattir til að mæta í skemmtilegar umræður.

172x135.jpg

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls

Leiðsögunámskeið í ríki Vatnajökuls hefst í dag og spannar fjórar næstu helgar. Svæðið sem verður tekið fyrir er Hornafjörður og Djúpivogur. Námskeiðið er á vegum Ríkis Vatnajökuls og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu.

pe0042403.jpg

Lesa meira

Læknir leystur tímabundið frá störfum

,,Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, hefur í dag verið leystur, tímabundið, frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vegna rannsóknar á reikningum frá honum."

Þetta segir í fréttatilkynningu frá Einari Rafni Haraldssyni, framkvæmdastjóra HSA. Hannes er einn fjögurra lækna sem starfað hafa við Heilsugæslu Fjarðabyggðar.image0011.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað sigraði Akureyringa í Útsvari

Lið Fljótsdalshéraðs hafði betur í Útsvari Sjónvarps í kvöld og er því komið í fjögurra liða úrslit. Þau Þorsteinn Bergsson, Stefán Bogi Sveinsson og Margrét Urður Snædal öttu kappi við lið Akureyringa og unnu með 86 gegn 83 stigum norðanmanna. Oft var mjótt á munum og sló úr og í með gengi Fljótsdalshéraðs í spurningakeppninni. Þau lönduðu þó sigri á lokasprettingum. Auk þess að vera komin í fjögurra liða úrslitin eru Héraðsbúarnir stigahæstir og einnig næst stigahæstir keppenda á vetrinum.

tsvar_1.jpg

Góður liðsauki björgunarsveitar á Héraði

Á miðvikudagskvöld var stofnuð unglingadeild hjá Björgunarsveitinni Héraði á Egilsstöðum og ber hin nýja deild nafnið Héraðsstubbarnir. Undanfarin ár hefur verið samstarf við félagsmiðstöðvar með unglingastarf, sem leiddi til stofnunarinnar.

head49948009ce1ef.jpg

Lesa meira

Menning með hækkandi sól

Klausturpóstur Skriðuklausturs barst i dag og kennir margra grasa í menningarstarfinu þar á bæ að vanda. Meðal annars verður haldið einkar forvitnilegt Rannsóknaþing á vegum Þekkingarnets Austurlands á laugardag og í lok mánaðar verður Lomberdagurinn haldinn hátíðlegur.

klausturpsturinn.jpg

Lesa meira

Lýsa stuðningi við Hannes

Austurglugganum hefur borist svofelld yfirlýsing:

,,Við starfsfólk Hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hulduhlíðar á Eskifirði lýsum yfir eindregnum stuðningi  við Hannes Sigmarsson, yfirlækni Heilsugæslu Fjarðabyggðar og undrumst þá aðför sem að honum er gerð vegna hollustu hans við sjúklinga í Fjarðabyggð."

Lesa meira

Ístölt Austurland 2009 í hjarta Egilsstaða

Ístölt Austurland 2009 verður haldið í hjarta Egilsstaða þann 21. febrúar næstkomandi, nánar tiltekið í Egilsstaðavíkinni við Gistihúsið Egilsstöðum.

hans_kjerulf_og_jupiter1.jpg

Lesa meira

Bilun í fjarskiptaneti

Bilun kom upp í stofnneti fjarskiptanets Mílu (áður fjarskiptanets Símans) á Austurlandi um klukkan fjögur í nótt. Bilunin varð á milli Djúpavogs og Breiðdalsvíkur. Talið er að um bilun í búnaði sé að ræða. Menn frá Mílu eru á leið austur með nauðsynlegan búnað til viðgerða.

kortlagning-sambanda.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.