Vilja Sauðarkofa inn í aðalskipulag

Á síðasta fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps var bókað að sveitarstjórn þætti miður að Sauðarkofi og starfsemi sem honum fylgi séu í uppnámi. Fljótsdalshérað hafnaði í aprílbyrjun umsókn frá Jóni Þór Þorvarðarsyni um byggingarleyfi vegna Sauðarkofa. Í stað þess var honum gefinn frestur fram í mars á næsta ári til að fjarlægja kofann sem þar stendur. Fljótsdalshreppur hvetur Fljótsdalshérað til að setja Sauðárkofa inn á nýtt aðalskipulag sveitarfélagsins, svo hann geti áfram þjónað hlutverki sínu sem áningarstaður gangna- og hestamanna.

Fíkniefnafundur

Fíkniefni fundust í húsleit lögreglu í Neskaupstað á föstudagskvöld. Var lagt hald á hvítt efni, nokkur grömm, sem talið er vera fíkniefni. Þá var maður yfirheyrður af lögreglu vegna gruns um að hann hefði ekið undir áhrifum fíkniefna og mun það tengjast fíkniefnunum sem fundust í húsinu. Málið er í rannsókn.

 

Samtök atvinnulífs á Fljótsdalshéraði

Til stendur að stofna samtök atvinnulífsins á Fljótsdalshéraði. Markmiðið með samtökunum verður að veita sveitarfélaginu aðhald auk þess sem þeim er ætlað að efla atvinnulífið. Starfshópur hefur unnið að undirbúningi. Sveitarfélagið mun kosta einn starfsmann fyrir samtökin. Stofnfundurinn verður haldinn í maí og á hann verða atvinnurekendur á Héraði boðaðir.

fljtsdalshra_merki.jpg

Lesa meira

Fjarðaálsmóti í 4. flokki lokið

Í gær fór fram í Fjarðabyggðarhöllinni þriðja Fjarðaálsmótið í ár, 4. flokkur karla og kvenna. Mótin fóru vel fram og voru vel lukkuð að flestu leyti. Mætt voru til leiks lið frá Siglufirði, Húsavík, Höfn, úr Fjarðabyggð og af Héraði.

Í  4. flokki kvenna var keppt í einum riðli, fimm lið.

fjri_flokkur_fjarabyggar_vefur.jpg

Lesa meira

Útivistartími tekur breytingum

Útivistartími barna og unglinga tók breytingum í gær, 1. maí. Frá þeim tíma mega börn 12 ára og yngri vera úti til klukkan 22 og unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til miðnættis. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

42-17229583.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð sigraði Tindastól

Fjarðabyggð sigraði Tindastól nokkuð örugglega í gærkvöldi. Leikið var í Boganum á Akureyri. Ágúst Örn skoraði tvö mörk. Það fyrra eftir 7.mín leik. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik kláruðu KFF drengir leikinn á fyrstu 20 mínútunum með öðru marki frá Gústa og svo skoraði fyrirliðinn Haukur Ingvar þriðja markið. Fjarðabyggð var annars mun sterkari aðilinn en þó áttu Stólarnir sína kafla. Úrslitaleikurinn verður í Boganum kl. 16:00 á sunnudag.

219082_63_preview.jpg

Verð á ýsu og karfa hækkar

Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðri ýsu, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seld til skyldra aðila, um 10%. Verð á óslægðri ýsu var hækkað um 17% . Ákveðið var að hækka verð á karfa um 13%. Verð þetta gildir frá og með 1. maí 2009.

ysa.jpg

Gríðarmikið gagnamagn í Breiðdalssetri

Síðustu vikur hefur verið unnið í því að flokka og greina gögn breska jarðfræðingsins George P. L. Walker í Breiðdalssetrinu á Breiðdalsvík.  Um er að ræða meðal annars gríðalegt magn af ljós- og slidesmyndum (u.þ.b 20.000 þúsund) víðs vegar að úr heiminum.

 breidalssetur.jpg

Lesa meira

Fuglafestival í dag

Fuglafestival er haldið á Djúpavogi og Höfn í dag. Tilgangur þess er að auka áhuga almennings á fuglaskoðun og kynna sér það fjölbreytta fuglalíf sem í boði er á þessu svæði. Markmiðið er að viðburður sem þessi verði árviss.

grathrostur_3__large_sig_g.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.