Norsk-íslensk síld unnin á vöktum

Norsk-íslensk síld er nú unnin á vöktum í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar hf. Það var færeyska skipið Fagraberg FD-1210 sem kom með um 1.400 tonn til vinnslu. Vinnsla hófst síðustu nótt og stendur fram á laugardag. Á vef SVN kemur fram að starfsmenn fiskiðjuversins taki þessari sendingu frá vinum vorum Færeyingum fegins hendi meðan beðið er eftir að loðnuvertíð fari í gang.

fagraberg201.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað í skuldabréfaútboð

Bæjarráð Fljótsdalshérað hefur afráðið að sveitarfélagið fari í allt að þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð í samræmi við lánsfjárþörf Fljótsdalshéraðs næstu þrjú árin.

Á fundi bæjarráðs 14. janúar síðastliðinn kynntu bæjarstjóri og fjármálastjóri viðræður sem fram hafa farið við fjármálastofnanir í tengslum við lánsfjármögnun fyrir sveitarfélagið. Samþykkti bæjarráð í framhaldi að undirbúningur skyldi hafinn að skuldabréfaútboði.

merkid.jpg

Fólk safnast saman á kaupfélagsplaninu

Fólk var byrjað að safnast saman á kaupfélagsplaninu á Egilsstöðum laust fyrir klukkan hálf átta í kvöld og hvatti Egilsstaðabúa og alla sem vilja til að mæta sem fyrst með potta, pönnur og annað slagverk og mótmæla ríkisstjórninni.

Næsti skipulagði mótmælafundur mun að sögn forsvarsmanna verða á laugardaginn kemur í Tjarnargarðinum og hefst klukkan 15.

Mikil aðsókn í nám hjá FAS

Lokið er skráningu til náms í Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, FAS, á nýhafinni önn. Alls eru skráðir 340 nemendur við skólann. Aðeins einu sinni áður hafa verið fleiri nemendur en það var á haustönn 2007 þegar þeir voru 360 og þar af um 130 í skipstjórnarnámi. Þá voru aðstæður nokkuð sérstakar því um áramótin 2007-2008 breyttust lög um skipstjórnarnám.

 

rafmagnsfraedi_t.jpg

Lesa meira

Fljótsdalshérað gerist aðili að Evrópusáttmála um jafnrétti

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að sveitarfélagið gerist aðili að Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum og héruðum. Var tillaga þar um samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar um miðjan janúar.

04_16_18---people-on-the-move_web.jpg

Lesa meira

Til gagns og fegurðar í Safnahúsi

Á morgun, fimmtudag, opnar ljósmyndasýning í Safnhúsinu á Egilsstöðum. Hún ber heitið „Til gagns og fegurðar“. Myndirnar á sýningunni eru fengnar úr samnefndri sýningu sem var í Þjóðminjasafni Íslands fyrri hluta árs 2008. Þema „Til gagns og fegurðar“ er útlit og klæðaburður Íslendinga á árabilinu 1860-1960.

images.jpg

Lesa meira

Ánægja með fyrirhugaða matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps samþykkti á fundi sínum 16. janúar síðastliðinn að lýsa ánægju með þá uppbyggingu sem nú á sér stað á vegum félagsins Festarhalds varðandi áform um matvælavinnslu í frystihúsinu á Breiðdalsvík. Sigurjón Bjarnason á Egilsstöðum fer fyrir hópi áhugasamra aðila um slíka matvælavinnslu þar og er verið að hleypa hugmyndinni af stokkunum.

breidalsvk_vefur.jpg

Lesa meira

Mótmælt í miðbæ Egilsstaða

Um þrjátíu manns þegar mest lét stóðu mótmælavakt í miðbæ Egilsstaða í kvöld og kröfðust þess að ríkisstjórnin færi frá. Voru mótmælendur með gjallarhorn og ýmis ásláttarhljóðfæri til að undirstrika kröfu sína. ,,Ekki meir Geir" hljómaði í kvöldloftinu. ,,Við ætlum að hittast hér aftur annað kvöld kl. 20 og halda áfram mótmælum" sögðu ungar konur sem staðið höfðu mótmælavaktina frá því um kvöldmatarleytið. Fólkið kveikti eld á planinu og notaði til þess vörubretti. Óeinkennisklæddur lögreglumaður birtist þegar líða tók á mótmælafundinn og tók mynd af viðstöddum. Fundurinn fór einkar friðsamlega fram.

mtmli_vefur_1.jpg

Lesa meira

Mótmælafundur í kvöld?

Kvittur er á Egilsstöðum um að mótmælendur ætli að safnast saman á planinu hjá Kaupfélagi Héraðsbúa kl. 20 í kvöld. Um skipulögð mótmæli virðist ekki vera að ræða, en svo virðist sem hugur sé í fólki eystra, ekki síður en í Reykjavík og um allt land.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar