Farið með gát á vélsleðum

Flest vélsleðaslys undanfarinna ára má rekja til þess að of hratt var ekið miðað við aðstæður. Mjög oft er erfitt að greina misfellur, hæðir og hóla frá öðru þar sem snjórinn framan við sleðann jafnar oft þessa hluti út, að því er segir í tilkynningu frá Forvarnarhúsi.

snowmobil20200720008.jpg

Lesa meira

Hvar verður tjaldstæðið?

Hugsanlegt er að ekki verði af því að svo stöddu að tjaldsvæði Egilsstaðabæjar verði flutt undir Egilsstaðakoll eins og til stóð, heldur verði fyrrverandi athafnasvæði Barra við Kaupvang tekið undir tjaldstæði. Það svæði er mjög skammt frá núverandi staðsetningu tjaldsvæðis, sem orðið er úr sér gengið og átti að leggja af eftir síðasta sumar. Landið undir núverandi tjaldsvæði hefur verið í eigu Kaupfélags Héraðsbúa. Eiríkur Bj. Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir málið í vinnslu og verði það rætt í bæjarráði á morgun. Engin ákvörðun liggi  fyrir.

fan2040014.jpg

Lesa meira

Aðalfundur Vísindagarðsins

Nýverið hélt Vísindagarðurinn ehf. aðalfund sinn fyrir starfsárið 2008/2009. Vísindagarðurinn ehf. er hlutafélag í eigu þriggja aðila, ríkissjóðs, Fljótsdalshéraðs og Samstarfsfélags um Vísindagarðinn, sem er félag flestra stoðstofnana og –félaga á Austurlandi.

honnun2.jpg

Lesa meira

Mikill samdráttur í verslun

Tæplega 17% samdráttur er í dagvöruverslun í mars á föstu verðlagi miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta er mesti samdráttur á einu ári, sem mælst hefur frá því að farið var að birta smásöluvísitölu árið 2001.

 fan2034035.jpg

Lesa meira

Borgarfjörður í vefsjá

Vefsjá um Borgarfjörð eystri, Víknaslóðir og Loðmundarfjörð er nú opin á veraldarvefnum. Vefsjáin er unnin af Loftmyndum ehf. í Reykjavík og hægt að skoða allan Borgarfjarðarhrepp þar inni með mikilli nákvæmni gegnum vefsíðu Borgarfjarðar eystri.

20090403162338558.jpg

 

Lesa meira

Styrkur til náms í fiskifræði og skyldum greinum

Landssamband íslenskra útvegsmanna auglýsir styrk til framhaldsnáms í fiskifræði, sjávarvistfræði, sjávarlíffræði, fiskalífeðlisfræði, haffræði, veiðarfærafræði og skyldum greinum. Styrkurinn er ætlaður þeim sem hafa lokið eða eru að ljúka háskólanámi og hyggjast stunda framhaldsnám erlendis á næsta skólaári. Styrkupphæð er kr. 700.000.

gapandi_torskur.jpg

Lesa meira

Spila sig í tætlur fyrir ferðasjóð

Í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum stendur nú yfir svokallað Páska-Lan. Þarna mætist ungt fólk og spilar tölvuleiki, svo sem DoTa, Counter-Strike, Battlefield 1942, Quake3 og fleira. Páska-Lanið hófst seinni hluta mánudags og því lýkur í dag. Keppnin er fjáröflun til styrktar ferðahópi Menntaskólans á Egilsstöðum. Reikna má fastlega með að strákarnir tuttugu sem skráðu sig til leiks, því engin stúlka var skráð, séu komnir með skjálaga augu og heilabú eftir tveggja daga sleitulaust tölvugláp.

urban_terror_quake3_mod_silver7.jpg

Skinney SF 20 komin heim

Nýtt skip Skinneyjar Þinganess, Skinney SF 20, kom til heimahafnar á Höfn í Hornafirði um hádegisbil. Þegar skipið hefur verið tollafgreitt er öllum boðið að koma um borð að skoða skipið og þyggja léttar veitingar. Reiknað er með að tollskoðun ljúki fljótlega.

skinney.jpg

Lesa meira

Nú er lag fyrir ungar hljómsveitir

Þorskastríðið 2009 er hafið á vegum Cod Music. Í fyrra sendu yfir 100 hljómsveitir inn efni sem var framar björtustu vonum skipuleggjenda. Í ár er vonast til að þátttaka verði enn betri en í fyrra. Keppnin fer öll fram á netinu og virkar þannig að hljómsveit fer inn á www.cod.is og sendir inn 2-4 lög sem dómnefnd fer svo yfir. Opið verður fyrir innsendingar á efni til 1.maí og úrslitin verða svo birt  föstudaginn 15.maí.orskastr.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.