Lokahönd lögð á fullkomið námsver á Reyðarfirði

AFL Starfsgreinafélag hefur fest kaup á Búðareyri 1 á Reyðarfirði. Þar verður starfrækt námsver á vegum AFLs, Verkmenntaskóla Austurlands og Þekkingarnets Austurlands. Að auki flyst Reyðarfjarðarskrifstofa AFLs í húsið. Frágangur við neðri hæð þess er nú á lokastigi og hefst starfsemi þar í lok næstu viku.

vefur_bareyri_1_copy.jpg

Lesa meira

Bílslys í Reyðarfirði

Í morgun um kl. 08 varð bílslys nærri Högum í Reyðarfirði. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Eskifirði voru þrír farþegar í bílnum, sem valt. Lögregla vildi ekki gefa frekari upplýsingar um atburði, en samkvæmt heimildum Austurgluggans var fólkið flutt á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað með tveimur sjúkrabifreiðum. Slökkvilið Fjarðabyggðar sendi sjúkrabíla og tækjabíl á vettvang, þar sem farþegi var fastur í bifreiðinni sem valt. Þegar til kom þurfti þó ekki að beita klippum til að ná honum út. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan farþeganna, en þegar síðast fréttist var búið að senda einn þeirra með sjúkraflugi til Reykjavíkur til aðhlynningar. Lögregla hefur málið til rannsóknar.

Sár og reiður út í Bónus

Ungur maður frá Reyðarfirði er bæði sár og reiður eftir viðskipti við Bónus á Egilsstöðum í fyrradag. Hann keypti sér tvo kassa af orkudrykk frá Euroshopper, því við vöruna stóð að hún væri á tilboðsverði, 500 ml á 79 krónur og raunhæf kjarabót. Í hillunni stóðu einvörðungu 250 ml dósir og taldi hann því sýnt að Bónus væri að bjóða tvær slíkar á 79 krónur. Var honum sagt af verslunarstjóra að um prentvillu væri að ræða í tilboðinu og fékk engu til hnikað. Í dag voru líka komnar 500 ml dósir í hilluna. Þær kosta samkvæmt uppgefnu hilluverði nú 149 krónur og 250 ml dósirnar 79 krónur.

vefur_5.jpg

Lesa meira

Forvitnilegir tónleikar í kvöld

Andri Bergmann og Hafþór Valur verða með órafmagnaða tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í kvöld, fimmtudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1.000 kr. Flutt verða lög úr smiðju þeirra félaga ásamt fleirum góðum í bland. Kári Þormar forstöðumaður Kirkju- og menningarmiðstöðvarinnar hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að mæta og efla þannig austfirskt framtak.

 

Sonja Björk íþróttamaður Hattar


Knattspyrnukonan Sonja Björk Jóhannsdóttir var á þriðjudag útnefndur íþrótta- og knattspyrnumaður Hattar fyrir árið 2008. Íþróttamenn félagsins voru heiðraðir á þrettándabrennu þess.

 

Lesa meira

Nýr útlendingur til Hattar

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Bayo Arigbon er genginn til liðs við 1. deildar lið Hattar og leikur með liðinu út leiktíðina. Bayo kom til landsins í fyrradag og mætti á sína fyrstu æfingu með liðinu um kvöldið.

 

Lesa meira

Austfirðingar vilja fá svör um Norðfjarðargöng

Vegagerðin kynnti í gær í Neskaupstað verkefnið Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng. Á annað hundrað manns skrifuðu sig í gestabók sem lá frammi. Fólk virtist misánægt og flestir höfðu búist við að fá meiri upplýsingar og skýrari svör, enda uggandi eftir umræður síðustu daga um að líklega komi til frestunar á framkvæmdinni.

norfjarargng_vefur.jpg

Lesa meira

Varað við rörsýn í Evrópusambandsmálum

,,Ég tel mesta óráð að við göngum í Evrópusambandið,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi og formaður þingflokksins. Á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Egilsstöðum í gær, reifaði hún helstu annmarka á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, ekki síst í tengslum við stefnu þess í sjávarútvegi og landbúnaði. Ásta Möller þingmaður sagði við sama tækfæri að stjórnarsamstarfið stæði afar traustum fótum.

xd_vefur_1.jpg

Lesa meira

Þingmennirnir Arnbjörg, Ásta og Ólöf á almennum stjórnmálafundi Sjálfstæðismanna

Þrír þingmenn Sjálfstæðisflokksins efna til almenns stjórnmálafundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum í hádeginu í dag. Það eru þær Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar, Ásta Möller, formaður heilbrigðisnefndar og Ólöf Nordal, varaformaður samgöngunefndar.

Fróðlegt verður að heyra hvað þær segja til dæmis um boðaðar stórbreytingar á skipulagi og verkaskiptingu í heilbrigðisþjónustu í landinu, en heilbrigðisráðherra kynnir þær á blaðamannafundi í Reykjavík í dag. Þá verður væntanlega komið inn á Norðfjarðargöng, en það liggur í loftinu að þeim verði frestað um óákveðinn tíma. Síðar í dag kynnir Vegagerðin einmitt Norðfjarðarveg um Norðfjarðargöng í Egilsbúð, Neskaupstað og á Eskifirði í Valhöll á morgun. Þá er ekki ólíklegt að Evrópumálin beri á góma á fundi Sjálfstæðismanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.