Fljótsdalshérað vill Arnhólsstaði

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað hefur höfðað eignardómsmál fyrir héraðsdómi Austurlands þar sem það fer fram á að því verði dæmdur eignarréttur að félagsheimilinu Arnhólsstöðum í Skriðdal og lóð þar í kring.

 

Lesa meira

Undursamleg íshöll í iðrum jökuls

Íshellirinn í Eyjabakkajökli er nú fagur sem fyrrum. Þetta sannreyndi Sigurður Aðalsteinsson er hann var á ferð við sporð jökulsins fyrir nokkrum dögum. ,,Íshellirinn er nú aftur í sama formi og hann var þegar hann var upp á sitt fegursta fyrir átta til tuttugu árum,“ segir Sigurður.

shll_vefur.jpg

Lesa meira

Fyrsta umhverfisvottaða byggingin á Íslandi

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur auglýst eftir tilboðum í byggingu Gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skriðuklaustri, en hún verður fyrsta byggingin hér á landi sem verður byggð samkvæmt vottuðum vistvænum byggingarstöðlum. Útboðið er unnið samkvæmt nýsamþykktri stefnu ríkisstjórnarinnar um vistvæn innkaup. Skóflustunga verður tekin að byggingunni 16. apríl að viðstöddum umhverfisráðherra og föruneyti.

skriduklaustur1vefur.jpg 

Lesa meira

Listahátíð í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur boðist að standa að tveimur verkefnum á vegum Listahátíðar í Reykjavík í samvinnu við Menningarráð Austurlands.

Lesa meira

Samgöngumiðstöð mun rísa í Vatnsmýri

Kristján L. Möller, samgönguráðherra, og Hanna B. Kristjánsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, undirrituðu í gær minnisblað um nýja samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Á hún að hýsa alla samgöngustarfsemi á svæðinu, hvort sem Reykjavíkurflugvöllur verður þar í framtíðinni eða ekki. Framkvæmdir eiga að hefjast á þessu ári og samgöngumiðstöðin að vera komin í notkun eigi síðar en árið 2010. Þá var skrifað undir samkomulag um að skipa samráðsnefnd ríkis og borgar um framtíðarstaðsetningu flugvallarins.

dscn19411.jpg

Lesa meira

Tap hjá Alcoa

Alcoa hefur skýrt frá því að tap fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins hafi numið 497 milljónum dollara, jafnvirði rúmlega 62 milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið hefur verið rekið með tapi í tvo ársfjórðunga í röð vegna minnkandi eftirspurnar og lækkandi álverðs. Talið er að álbirgðir heimsins nemi fjögur- til fimmfaldri árlegri álframleiðslu alls á Íslandi. Þær eru taldar vera á milli 3,5 til 5 milljónir tonna.

487019a.jpg

Lesa meira

Skammar forstjóra Landsvirkjunar

Vilhjálmur Snædal, bóndi og landeigandi á Skjöldólfsstöðum, sendir Friðriki Sophussyni, forstjóra Landsvirkjunar og fyrrum varaformanni Sjálfstæðisflokksins tóninn í opnu bréfi sem birtist í Morgunblaðinu í vikunni. Ástæðan er aðgangsharka Landsvirkjunar gagnvart bændum og landeigendum á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar.

Lesa meira

Stefna á hrefnuveiðar

Djúpavogsbúar tóku á móti nýjum bát til hafnar í gær. Það er Sæljós GK 185, sem er í eigu Ósness og Eyfreyjuness á Djúpavogi. Báturinn er keyptur frá Grindavík, er upphaflega smíðaður á Seyðisfirði árið 1968, stálbátur, 22 metra langur og tæp 65 brúttótonn. Hann var endursmíðaður 1998. Eigendurnir ætla að gera bátinn út til fjölveiða og eru meðal annars búnir að sækja um leyfi til hrefnuveiða.

nyr_batur_080409__8_.jpg

Lesa meira

Sýning í Breiðdalssetri

Sýningin Fortíðar flögur opnar í Breiðdalssetri í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík kl. 18 í dag. Verkin eru afrakstur fyrstu gestavinnustofu Breiðdalsseturs. Guðrún Sigríður Haraldsdóttir sýnir ný myndverk unnin upp úr ljósmyndaalbúmi dr. Stefáns Einarssonar frá Höskuldsstöðum, Breiðdal. fortarflgur.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.