Það ekki ýkja algengt að grunnskólanemendur taki sig til og sendi áskorun til ráðandi afla í fámennum bæjum eða þorpum. Það gerðu þó eldri nemendur í grunnskólanum á Borgarfirði eystri nýverið sem vilja stórbætt leiksvæði við skólann sinn.
Viðræðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um myndun nýs meirihluta í Fjarðabyggð er lokið. Málefnasamningur verður lagður fyrir flokksfélög í kvöld og, ef þau gefa samþykki sitt, undirritaður á morgun.
Einherji náði í sinn fyrsta sigur í Lengjudeild kvenna á þessari leiktíð þegar liðið vann Augnablik 2-0 um helgina. Höttur/Huginn gerði 2-2 jafntefli við Völsung í Lengjudeild karla en KFA vann Kormák/Hvöt 0-3.
Sveitarstjóri Múlaþings segir að enn sé í gangi undirbúningsvinna áður en sveitarfélagið geti tekið við fjarvarmaveitukerfi RARIK á Seyðisfirði. Hann segir að meðgjöf þurfi að fylgja veitunni. RARIK hefur tilkynnt að það ætli að hætta rekstrinum í ár.
Opinber rannsókn á tildrögum flugslyssins í Sauðahlíðum síðastliðinn júlí þar sem þrír létu lífið gengur hægt fyrir sig hjá Rannsóknarnefnd flugslysa (RNFS). Ólíklegt er að hugsanleg orsök eða orsakir verði ljósar fyrr en með lokaskýrslu síðla á næsta ári.
Hópur starfsfólks Skógræktarinnar, nú Lands og skóga, ferðast um landið á hverju ári til að leggja út mælifleti í Landsskógarúttekt. Með henni á að kortleggja bæði ræktaða og villta skóga. Slíkar upplýsingar nýtast meðal annars við að áætla kolefnisbindingu landsins. Verkefnið fagnar í ár 20 ára afmæli sínu.
Hljómsveitin Chögma úr Fjarðabyggð endaði um helgina í þriðja sæti Músíktilrauna árið 2024. Einn hljómsveitarmeðlima fékk sérstök verðlaun fyrir færni sína.