Allar fréttir

VG opnar kosningaskrifstofu

Vinstri græn opna formlega kosningaskrifstofu flokksins í Kaupvangi 5 á Egilsstöðum í dag. Í tilkynningu frá flokknum segir að frambjóðendur verði á staðnum og boðið verður upp á tónlistaratriði. Skrifstofan opnar kl. 16.

vg_logo_rautt_web.jpg

Ný fatabúð á Stöðvarfirði

Stöðvarfjarðardeild Rauða kross Íslands opnar í dag verslun með notuðum og nýjum fatnaði. Verður hún til húsa hjá deildinni að Fjarðarbraut 48, Heimalundi, á móti gömlu símstöðinni á Stöðvarfirði. Þóra Björk Nikulásdóttir er formaður Stöðvarfjarðardeildar RKI.

fatakistur.jpg

 

HK Íslandsmeistarar í blaki

HK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í gærkvöld með því að leggja lið Þróttar Nes í Neskaupstað 0-3 (21-25,12-25,14-25). Lið HK átti afbragðsgóðan leik og gaf engin færi á sér. Fyrsta hrinan var jöfn en heimastúkur náðu ekki að halda kraftinum út alla hrinuna  og endaði hún 21-25. Síðari tvær hrinurnar voru nokkuð keimlíkar. HK náði miklu forskoti  strax í upphafi í báðum hrinum og náði m.a  7 stigum á móti 0 í annari hrinu, eftir það varð ekki við neitt ráðið og virtust þær ekki finna taktinn aftur þrátt fyrir gríðarlegan stuðning áhorfenda sem fylltu íþróttahúsið. 

hk_slandsmeistarar.jpg

Lesa meira

VG með aukið fylgi í NA á kostnað Framsóknar

Fylgi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi eykst verulega samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups, aðallega á kostnað Framsóknarflokksins. Capacent Gallup mælir fyrir Fréttastofu Ríkisútvarpsins vikulega fylgi við stjórnmálaflokkana og sagði svæðisútvarpið frá þessu í fréttum sínum í gær.

kosningar.jpg

Lesa meira

Fullveldissinnar draga framboð til baka

L – listi fullveldissinna mun ekki bjóða fram í komandi Alþingiskosningum  og hefur dregið framboð sitt til baka, að sögn vegna ólýðræðislegra aðstæðna. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi sem haldinn var í Hafnarfirði í gær. Hreyfingin mun áfram starfa sem frjáls framboðs- og sjálfstæðishreyfing.

l-listinn_enginn-bakgrunnur.gif

Lesa meira

Atvinnuleitarmiðstöð opnuð í Fjarðabyggð

Í gær var staðfest samkomulag um rekstur miðstöðvar fólks í atvinnuleit í Fjarðabyggð. Hún verður til húsa að Búðareyri 1 á Reyðarfirði, en einnig verður þjónustu við atvinnuleitendur sinnt í starfsstöðvum AFLs og Þekkingarnets Austurlands víðar í Fjarðabyggð. Þegar er búið að ráða starfsmann til miðstöðvarinnar og er það Guðrún Sælín Sigurjónsdóttir. 475 eru nú skráðir atvinnulausir á Austurlandi, 295 karlar og 180 konur.

atvinnuleit_vefur_3.jpg

Lesa meira

HÍ opinn stúdentum í sumar

Háskóli Íslands hefur ákveðið að gefa stúdentum kost á að nýta aðstöðu í Háskólanum í sumar til að vinna að námi sínu. Einnig er verið að kanna möguleika á að bjóða upp á valin námskeið og að halda skrifleg próf í ágúst. Í þessu sambandi er í mörg horn að líta, s.s. varðandi kostnað, námskeiðaval, gæðakröfur og skipulag og umsýslu. Stórfellt atvinnuleysi stúdenta í sumar er fyrirsjáanlegt. Í tilkynningu frá skólananum segir að hann hafi að markmiði að vinna með stúdentum og stjórnvöldum að því að finna leiðir til að auka þjónustu við stúdenta í sumar eins og nokkur er kostur.

hi.jpg

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar