Allar fréttir

Tækifæri fyrir lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki

Auglýst hefur verið til umsóknar verkefnið ,,Networks for the Competiveness and Sustainability of European Tourism." Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaiðnaðarins. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða, sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins.

 

Lesa meira

Kolmunnaskip á heimleið

Íslensku kolmunnaskipin tíu, sem verið hafa á kolmunnaveiðum á Rockall-svæðinu vestur af Skotlandi, eru á heimleið og eru djúpt suður af landinu þessa stundina. Eftir þrálát óveður, sem komu í veg fyrir veiðar, skánaði veðrið fyrir nokkrum dögum, en síðan þá hefur enginn kolmunni fundist þannig að skipin eru á heimleið.

Lesa meira

Brjálað veður á Austurlandi

Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.

hreksstaalei_vefur.jpg

Lesa meira

Sendiherra í Moskvu til viðtals

Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.

uflrlogo.gif

Lesa meira

Svanir á áætlun

Svanurinn Rocky hvíldi sig í gærkvöldi um 30 kílómetra vestur af Glasgow í Skotlandi fyrir fyrirhugaða flugferð til Íslands. Fylgst verður með ferðum Rocky og 49 annarra svana, sem vonir standa til að muni fljúga til Íslands í sumar, með hjálp GPS-tækja á bökum þeirra. Sagt er frá svönunum á vef BBC. Þar kemur fram að bresk fuglaverndarsamtök standi fyrir rannsókninni. Ætlunin er að læra meira um ferðir fuglanna.

svanur.jpg

 

Lesa meira

Allherjaröngþveiti á Fjarðarheiði

Björgunarsveitir á Austurlandi verða með sameiginlega æfingu á Fjarðarheiði 18. apríl. Skúli Hjaltason hjá Björgunarsveitinni Gerpi á Norðfirði heldur ásamt fleirum utan um framkvæmd æfingarinnar. ,,Markmiðið er að æfa nokkuð mikla breidd,“ segir Skúli. ,,Til að samtvinna þetta nú allt í eitt allsherjarslys setjum við þetta þannig upp að á heiðinni hrapi flugvél, sem kemur af stað snjóflóði, sem fellur síðan á rútu.

bjrgunarsveitarfing_ss.jpg

Lesa meira

Stormviðvörun við austurströndina

Enn er vont veður til fjalla á Austurlandi og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar má búast við að vegir verði ófærir eftir að þjónustu líkur í kvöld. Í fjórðungnum er mikil ófærð, stórhríð og skafrenningur. Um kl. hálftíu í kvöld var þæfingsfærð á Fagradal, á Oddsskarði og með ströndinni. Veðurstofan varar við stormi við austurströndina sem gangi ekki yfir fyrr en á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar