Allar fréttir

Ungir Reyðfirðingar fara á kostum

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar var haldin fyrir fullu húsi síðastliðið miðvikudagskvöld. Þema hátíðarinnar var Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Eurovision eða Reyðóvision. Meðal frábærra skemmtiatriða var  frumsamið þungarokk, skrautlegt Eurovisionpartý, áheyrnarprufur þar sem ólíklegustu þátttakendur birtust og lifandi póstkort frá Íslandi. Nemendur fóru hreinlega á kostum í hlutverkum sínum og það var sungið, spilað á hljóðfæri, dansað og leikið af hjartans lyst.

Reyðarfjörðurársh 

Lesa meira

Framtíðarsýn á Austurlandi - ógnanir og tækifæri...

Valdimar O. Hermannsson skrifar:      Á öllum tímum er bæði nauðsynlegt og skynsamlegt fyrir alla að staldra við og setja sér markmið fyrir komandi framtíð. Þetta á alls ekki einungis við um áramót, þegar fólk gjarnan stígur á stokk og setur sér háleit markmið fyrir árið, um persónulegan árangur í m.a. að taka sig nú á í ræktinni, aukna útivist og að ná betri árangri í vinnu eða íþróttum. 

Lesa meira

Sveigjanleiki sem aldrei fyrr

Ferðaþjónustan á Austurlandi er sérstaklega viðkvæm nú  að mati Auðar Önnu Ingólfsdóttur, hótelstjóra Hótels Héraðs á Egilsstöðum.  Hún segir mikla umræðu hafa verið innan keðju Icelandair-hótelanna undanfarið í ljósi efnahagsástandsins og sveigjanleiki að síbreytilegum aðstæðum sé nú lykilatriði. Þetta kom fram á atvinnumálaráðstefnu á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

04_09_3---aircraft_web.jpg

Lesa meira

Innan við tvær milljónir að austan

Stuðningur austfirskra fyrirtækja við stjórnmálaflokka árið 2007 var tæp 1,8 milljón íslenskra króna. Þrjú framboð af sex skiptu styrkjunum með sér.

 

Lesa meira

Ófært og veður fer versnandi

Það er enn vetur á ísa köldu landi þrátt fyrir að nokkrir hugrakkir tjaldar hafi tyllt sér niður á Austurlandi sem fyrstu vorboðar ársins. Björgunarsveitir hafa haft næg verkefni undanfarna daga við að bjarga ökumönnum úr sköflum á vegum úti. Þakka ber björgunarsveitarfólki óeigingjarnt starf sitt í þágu almannaheilla, þessu fólki sem dag og nótt er tilbúið að fara út í verstu aðstæður til að rétta samborgurum í vanda hjálparhönd.

Lesa meira

Verktakar gætu átt möguleika erlendis

Verkefnastaða jarðvinnuverktaka á Fljótsdalshéraði er þokkaleg fyrir komandi vor og sumar. Austfirskir verktakar gætu mögulega leitað eftir verkefnum fyrir stóra erlenda aðila eins og Bechtel á erlendri grund.

13_29_29---tracked-digger-bucket-working-in-a-river_web.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar