Allar fréttir

Vegfarendur vari sig á hreindýrahjörð á Fagradal

Stór hjörð hreindýra er skammt frá veginum yfir Fagradal, Reyðarfjarðarmegin, og telur hún um níutíu dýr; fullorðna tarfa, kvígur og kálfa. Hjörðin hefur verið á þessum slóðum í vetur og kvarta bílstjórar sáran yfir því að önugt sé að aka þessa leið snemma morguns í myrkrinu. Þá hlaupi dýrin þvers og kruss yfir veginn og megi menn hafa sig alla við að aka ekki á þau.

Vegfarendur eru því beðnir um að sýna sérstaka aðgát á dalnum.

 

 

Vinsamlega athugið að netföngum hefur verið breytt

Netföngum Austurgluggans hefur verið breytt á eftirfarandi máta:

Auglýsingar og áskrift: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fréttir/ritstjórn: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Önnur netföng fyrir vikublaðið Austurgluggann eru ekki í gildi lengur.

Með kveðju frá ritstjóra.

atmerki.jpg

Myndir frá mótmælum

Image Myndir frá mótmælafundinum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gær eru komnar inn í myndasafn Austurgluggans. Um níutíu manns héldu út í hundslappadrífuna sem veðurguðirnir buðu upp á.

 

Áhugavert tækifæri fyrir fólk til sveita

Vaxtarsprotar á Austurlandi er áhugavert verkefni á vegum Impru og markmið þess að hjálpa fólki til sveita til að skapa sér nýja eða aukna atvinnu í heimabyggð.

 Á námskeiðum fram til vors verður fólki á Austurlandi hjálpað að þróa hugmyndir að tekjuskapandi verkefnum og er kennsla og ráðgjöf því að kostnaðarlausu.

vaxtarsproti1vefur.jpg

Lesa meira

Hleypur á snærið

Í liðinni viku var þorskkvótinn aukinn um 30.000 tonn eins og flestir vita, en hvað þýðir þetta í raun fyrir lítil samfélög eins og Fáskrúðsfjörð? Jú það að til dæmis bara Loðnuvinnslan hf. fær í sinn hlut um það bil 275 tonn, sem er að sögn Kjartans Reynissonar útgerðastjóra hartnær mánaðar vinnsla til sjós og lands og munar um minna.

89e03b59-2012-4a7a-984f-78389ed05044.jpg

Lesa meira

Þurfa sveitarstjórnarkappar Austurlands að hlusta?

Íris Randversdóttir grunnskólakennari skrifar:

 

Hroki eða hleypidómar?

 

Í hundslappadrífu sunnudagsins settist ég við tölvuna mína og kíkti sem oftar á vef Austurgluggans.  Rak ég fljótlega augun í grein með yfirskriftinni Smjörklípumeistara svarað og þótti afar athyglisverð fyrir ýmissa hluta sakir.  Hana skrifa valinkunnir og margkjörnir sveitarstjórnarmenn í fjórðungnum, þeir Smári Geirsson og Þorvaldur Jóhannsson.

Lesa meira

Eskfirðingar sigruðu í Samaust

Fulltrúar Knellunnar, Eskifirði, sigruðu í Samaust, söngkeppni félagsmiðstöðva á Austurlandi sem haldin var í Valaskjálf, Egilsstöðum, í gærkvöldi.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar