Allar fréttir
Um sex milljónir króna í bílastæðistekjur Isavia á Egilsstaðaflugvelli
Frá því að sú óvinsæla aðgerð að taka upp bílastæðagjöld við Egilsstaðaflugvöll var tekin af hálfu Isavia hefur fyrirtækið fengið um sex milljónir króna í kassann það sem af er.
Körfubolti: Höttur hafði Keflavík í framlengingu
Höttur heldur efsta sætinu í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 120-115 sigur á Keflavík í gærkvöldi. Höttur var undir lengst úr leiknum en snéri við taflinu rétt undir lok venjulegs leiktíma. Liðið var síðan sterkari í framlengingunni þótt þrír leikmenn liðsins færu út af með fimm villur.„Sennilega oft verið minn versti óvinur“
Erfiðleikar á æskuheimilinu urðu til þess að Heiða Ingimarsdóttir gat ekki tekið prófin eftir fyrsta vorið í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Henni var um sumarið komi í fóstur og þannig hófst flakk hennar um landið. Hún taldi sér trú um að hún gæti ekki lært en spyrnti sér upp eftir að hafa verið einstæð tveggja barna móðir, upp á félagsþjónustuna komin. Heiða lauk síðar meistaranámi í almannatengslum í Englandi og starfar í dags sem upplýsingafulltrúi Múlaþings.Frumsýna baráttumyndband gegn sjókvíaeldi á samstöðufundi
VÁ – félag um verndun fjarðar, hefur boðað til samstöðufundar gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði í félagsheimilinu Herðubreið á morgun. Þar verður frumsýnt myndband sem á að vekja athygli á baráttu Seyðfirðinga sem ætla á táknrænan hátt að draga línu í sjóinn.Eyrin heilsurækt ehf. kaupir öll tæki líkamsræktarinnar á Reyðarfirði
Eyrin heilsurækt hefur samið við Fjarðabyggð um kaup á öllum tækjabúnaði líkamsræktarinnar á Reyðarfirði. Búnaðurinn mun um áramótin færast úr íþróttahúsinu í húsnæði Eyrarinnar.Geðræktarmálþing á Egilsstöðum vakti marga til umhugsunar
Gestir á öðru málþingi Tónleikafélags Austurlands um geðræktarmál í víðu samhengi sem fram fór í Valaskjálf á Egilsstöðum í gær urðu margs vísari um ýmsa þá anga sem geðheilbrigðismál teygja sig til. Skipuleggjandinn hæstánægður með flotta mætingu og ekki síður mörg flott erindi sem vöktu marga til umhugsunar.