Allar fréttir
Jöfn tækifæri til menntunar
Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu.Hundar fá að gista á Hildibrand
Hótel Hildibrand í Neskaupstað er, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, annað hótelið á Austurlandi þar sem heimilt er að hafa með sér hund í gistingu. Slíkt hefur þó rutt sér til rúms víða um land.Gefa vöggugjafir til foreldra í Fjarðabyggð
Kjörbúðin og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa gert með sér samkomulag um að gefa nýjum foreldrum í sveitarfélaginu vöggugjöf. Um er að ræða pakka með nauðsynjavörum fyrir fyrstu vikurnar í lífi nýrra barna og foreldra sem hægt er að nálgast í Kjörbúðum í sveitarfélaginu.Vonast eftir húsfylli á málþingi um tækifæri og áskoranir í geðheilbrigðismálum
Sé miðað við þann fjölda sem þegar hefur skráð komu sína á málþing Tónleikafélags Austurlands um tækifæri og áskoranir í geðheilbrigðismálum sem hefst í Valaskjálf á morgun eru sterkar líkur á húsfylli eins og gerðist á málþingi félagsins á síðasta ári.
Farice leggst gegn leyfi til eldis í Seyðisfirði nema lögum verði breytt
Farice, opinbert félag sem rekur þrjá sæstrengi sem flytja fjarskiptagögn til og frá Íslandi, vill að beðið verði með að gefa út leyfi til fiskeldis í Seyðisfirði þar til búið verði að skýra lög er varða helgunarsvæði fjarskiptastrengja. Þótt breytingar hafi orðið á fjarskiptalögum síðan Farice hóf að vekja máls á vandamálinu hefur ekki verið brugðist við ábendingum þess.Gefa út framkvæmdaleyfi fyrir nýjan göngustíg að Gufufossi
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings hefur samþykkt, með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar, að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg frá Seyðisfirði og að hinum vinsæla Gufufossi.