Allar fréttir

Leita leiða til að bæta viðnám samfélaga við veðurröskunum

Matís á Austurlandi, í samstarfi við Austurbrú, er meðal 42 mismunandi aðila víðs vegar úr Evrópu sem þátt taka í stóru verkefni sem miðar að því að vinna að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum til að sporna gegn ýmsum neikvæðum áhrifum sem loftslagsbreytingar valda. Verkefnið kallast NATALIE og verkefnastjóri Matís í því er Anna Berg Samúelsdóttir.

Lesa meira

Jöfn tækifæri til menntunar

Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu.

Lesa meira

Hundar fá að gista á Hildibrand

Hótel Hildibrand í Neskaupstað er, eftir því sem Austurfrétt kemst næst, annað hótelið á Austurlandi þar sem heimilt er að hafa með sér hund í gistingu. Slíkt hefur þó rutt sér til rúms víða um land.

Lesa meira

Gefa vöggugjafir til foreldra í Fjarðabyggð

Kjörbúðin og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa gert með sér samkomulag um að gefa nýjum foreldrum í sveitarfélaginu vöggugjöf. Um er að ræða pakka með nauðsynjavörum fyrir fyrstu vikurnar í lífi nýrra barna og foreldra sem hægt er að nálgast í Kjörbúðum í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Farice leggst gegn leyfi til eldis í Seyðisfirði nema lögum verði breytt

Farice, opinbert félag sem rekur þrjá sæstrengi sem flytja fjarskiptagögn til og frá Íslandi, vill að beðið verði með að gefa út leyfi til fiskeldis í Seyðisfirði þar til búið verði að skýra lög er varða helgunarsvæði fjarskiptastrengja. Þótt breytingar hafi orðið á fjarskiptalögum síðan Farice hóf að vekja máls á vandamálinu hefur ekki verið brugðist við ábendingum þess.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.