Íslenska ríkið hefur fallið frá kröfum í um það bil helming þeirra eyja og skerja sem það fór upphaflega fram á að yrðu gerðar að þjóðlendum. Hafnarhólmi við Borgarfjörð er meðal þeirra sem falla út eftir endurskoðun. Áfram er þó gerð krafa í ríflega 100 eyjar og sker á Austurlandi.
Kjörbúðin og sveitarfélagið Fjarðabyggð hafa gert með sér samkomulag um að gefa nýjum foreldrum í sveitarfélaginu vöggugjöf. Um er að ræða pakka með nauðsynjavörum fyrir fyrstu vikurnar í lífi nýrra barna og foreldra sem hægt er að nálgast í Kjörbúðum í sveitarfélaginu.
Kennarafélag Verkmenntaskóla Austurlands telur að íslenska ríkið hafi ekki staðið við kjarasamninga frá 2016 um að jafna laun og lífeyrisréttindi milli opinberra starfsmanna og almenns vinnumakaðar.
Björgunarsveitir af Austurlandi og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út um klukkan hálf þrjú í dag vegna gruns um að einstaklingur hafi fallið í Jökulsá við Stuðlagil. Víðtæk leit er hafin.
Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 10 mánaða fangelsi fyrir ofbeldi í garð fyrrum kærustu, núverandi sambýliskonu og sjúkraflutningamanni. Dómurinn er skilorðsbundinn þar sem maðurinn þykir hafa tekið sig á í lífinu en honum verður skipaður tilsjónarmaður á meðan skilorðinu stendur.
Matís á Austurlandi, í samstarfi við Austurbrú, er meðal 42 mismunandi aðila víðs vegar úr Evrópu sem þátt taka í stóru verkefni sem miðar að því að vinna að nýrri nálgun á náttúrumiðuðum aðferðum til að sporna gegn ýmsum neikvæðum áhrifum sem loftslagsbreytingar valda. Verkefnið kallast NATALIE og verkefnastjóri Matís í því er Anna Berg Samúelsdóttir.