Enn allir möguleikar á borðinu með kyndingarleiðir fyrir Seyðfirðinga
Stjórn og starfsfólk HEF-veitna liggur enn undir feldi varðandi vænlegustu kyndingarleiðirnar fyrir Seyðfirðinga til framtíðar. Rarik hefur tilkynnt að það hyggist hætta rekstri fjarvarmaveitu sinnar og hefur boðið Múlaþingi að taka við kerfinu. HEF veitur, fyrir hönd Múlaþings, hafa skoðað framtíðarlausnir kyndingar á staðnum.