Allar fréttir

VA tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Verkmenntaskóli Austurlands hefur verið tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna fyrir samstarf sitt við grunnskóla Fjarðabyggðar um eflingu verknáms. Skólameistari segir samstarfið hafa skilað meiri aðsókn í iðnnám við skólann.

Lesa meira

Blak: KA reyndist öflugra í Neskaupstað

Lið KA reyndust talsvert sterkari í leikjum sínum gegn Þrótti en bæði karla og kvennalið félaganna mættust í Neskaupstað á laugardag. KA vann báða leikina 0-3.

Lesa meira

LungA var ævintýrið sem mótaði manneskju

Björt Sigfinnsdóttir var á táningsaldri á Seyðisfirði þegar hún barði hnefanum í eldhúsborðið á æsku heimilinu og vildi burt af staðnum hið fyrsta. Þar væri ekki nóg fyrir hana að gera og bærinn „skítapleis.“ Móðir hennar, Aðalheiður Borgþórsdóttir, fór heldur óhefðbundna og um leið merkilega leið til að friða dótturina; þær komu sér saman um, að stofna til listaveislunnar LungA. Hún gekk frá árinu 2000 þar til í sumar.

Lesa meira

Laxeldi Kaldvíkur hlýtur virta umhverfisvottun

Fiskeldisfyrirtækið Kaldvík, áður Ice Fish Farm, hlaut í liðnum mánuði svokallaða ASC-umhverfisvottun fyrir allar sínar eldisstöðvar á Austurlandi. Sú vottun er til marks um sjálfbærni, ábyrgð og gæði í framleiðslu fyrirtækisins.

Lesa meira

Enn allir möguleikar á borðinu með kyndingarleiðir fyrir Seyðfirðinga

Stjórn og starfsfólk HEF-veitna liggur enn undir feldi varðandi vænlegustu kyndingarleiðirnar fyrir Seyðfirðinga til framtíðar. Rarik hefur tilkynnt að það hyggist hætta rekstri fjarvarmaveitu sinnar og hefur boðið Múlaþingi að taka við kerfinu. HEF veitur, fyrir hönd Múlaþings, hafa skoðað framtíðarlausnir kyndingar á staðnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.