Gul viðvörun vegna veðurs gekk í gildi á veðurspásvæðinu Austurlandi að Glettingi klukkan níu í morgun. Hún stendur út morgundaginn. Appelsínugul viðvörun sem gefin hafði verið út fyrir morgundaginn hefur verið afturkölluð.
Það upplifun ein og sér að ganga inn í stórt og mikið Steinasafn Petru á Stöðvarfirði og vitna sífellt stækkandi fjölda afar forvitnilegra steina úr íslenskri náttúru. Það enn betri upplifun þegar garðurinn sá er upplýstur af fleiri hundruð kertum.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telur að Umhverfisstofnun hafi ekki verið heimilt að setja fjöldatakmarkanir á námskeið fyrir væntanlega leiðsögumenn með hreindýraveiðum á þeim forsendum hún gerði. Ráðuneytið gerir ekki athugasemdir við hvernig stofnunin valdi inn á námskeiðið. Nýtt námskeið verður haldið í vetur.
KFA var eitt austfirsku liðanna um helgina til að vinna sinn leik í Íslandsmótinu. FHL lauk keppni í Lengjudeild kvenna með tapi gegn Fram sem á móti tryggði sig upp um deild.
Sjómannsferill Stefáns Viðars Þórissonar hófst um leið og hann lauk grunnskóla. Í tæp tuttugu ár var hann á úthafstogurum á vegum Deutsche Fischfang Union (DFFU), fyrst sem stýrimaður og síðar sem skipstjóri á frystitogara. Túrarnir eru langir en á milli gefast góð frí sem Stefán hefur nýtt í að ganga á nokkur af hæstu fjöllum hverrar heimsálfu.
Nýtt veiðimet var sett í Jökulsá á Dal í morgun þegar þúsundasti laxinn á þessu sumri var veiddur. Leigutaki árinnar segir árangurinn sumar koma ánni á kortið sem einni af bestu veiðiám landsins.
Karlmaður á fimmtugsaldri, sem grunaður er um að hafa orðið valdur að andláti tveggja einstaklinga í Neskaupstað í síðasta mánuði, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 4. október.