FHL tryggði sér í dag sæti í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu með 5-1 sigri á ÍBV í Fjarðabyggðarhöllinni. Þrjátíu ár eru síðan austfirskt lið lék síðast í efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu.
Einar Kjerúlf Þorvarðarson, fyrrverandi umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Austurlandi, lést á Umdæmissjúkrahúsi Austurlands í Neskaupstað föstudaginn 2. ágúst síðastliðinn, 80 ára að aldri.
FHL getur tryggt sér sæti í úrvalsdeild kvenna á morgun með sigri á ÍBV í leik liðanna í Fjarðabyggðarhöllinni. Hagstæð úrslit annarra liða í kvöld gera þetta að verkum.
Höfundur: Guðmundur Ingi Guðbrandsson • Skrifað: .
Hinsegin dagar fara fram þessa vikuna og óska ég öllum Íslendingum innilega til hamingju með þessa glæsilegu hátíð sem nær hámarki með gleðigöngunni á morgun, laugardag. Víða um land fer fram þétt dagskrá hinsegin daga sem fyllir mann ánægju og stolti yfir þeirri grósku sem á sér stað í hinsegin samfélaginu.
Frá árinu 2020 hafa hjónin Guðni Þórðarson og Þorbjörg Ásbjörnsdóttir (Obba) á Lynghól í Skriðdal framleitt vörur úr geitamjólk. Þau segja viðtökurnar hafa verið framúrskarandi.
Gleðigangan Hýr halarófa á Seyðisfiðri fagnar tíu ára afmæli sínu um helgina. Um leið efnir Hinsegin Austurland til Regnbogahátíðar með viðburðum á Seyðisfirði og Héraði.