Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ákæru um nauðgun þar sem ákæruvaldið hefði ekki sannað ásetning hans. Dómurinn mat framburð bæði ákærða og brotaþola allan tímann stöðugan og trúverðugan.
Allnokkur fjöldi fólks hefur komið sér fyrir á Seyðisfirði þennan fyrsta dag allra síðustu LungA-hátíðinnar sem þar fer fram. Veðurguðirnir leggja sitt af mörkum líka enda „bongó“ þar sem víðar á Austurlandi þennan daginn.
Fyrir áratug tók Barbara Grilz þá ákvörðun að segja upp vinnunni sem flugvélavirki hjá Lufthansa og flytja til Íslands. Hún settist síðar að á Fáskrúðsfirði og segist enn þeirrar skoðunar að hún hafi tekið rétta ákvörðun. Hún hefur þó fært sig úr fluginu yfir í myndlist.
Steinasafn Petru hefur löngum verið vinsæll áfangastaður ferðafólks á leið um Austurland. Safnið, sem fagnar 50 ára afmæli í ár, stækkar stöðugt því afkomendur Steina Petru hafa erft söfnunaráhugann.
Staðfest er að lúsmý hafi fundist í nágrenni Egilsstaða. Þar með heldur útbreiðsla þeirra áfram en flugurnar, sem valdið geta talsverðum ónotum með bitum sínum, fundust í fyrsta sinn á Íslandi fyrir tæpum tíu árum.
Sigurður J. Jónsson, tónlistarkennari í Brúarásskóla og Kristín Heimisdóttir, sálfræðingur og skáld Þórshöfn, flytja næstu tvö kvöld dagskrá með lögum sem þau hafa samið við ljóð Kristjáns frá Djúpalæk að Bjarmalandi, næsta bæ við Djúpalæk á Langanesströnd í Bakkafirði. Sigurður segir kveðskap Kristjáns þannig að auðvelt sé að semja við hann lög.